Almennt 22.3.1

Bæta rótarmöppu aftur inn í möpputréð

APPAIL-8772

Rótarmöppunni sem áður hét Xap var bætt aftur inn í möpputréð með heitinu Kjarni. Rótarmappan auðveldar að stofna nýjar möppur og raða þeim á ákveðinn stað í möpputré.

Tenging við Tímon - Bæta við að “Netfang” fari yfir ef ekkert netfang er skráð í “Netfang vinna”

APPAIL-8911

Því hefur verið bætt í Tímon tenginguna að ef ekki er skráð netfang í svæðið “Netfang vinna” þá flyst netfangið sem skráð er í svæðið “Netfang” yfir í Tímon.

Vefþjónusta fyrir skuldbindingu

APPAIL-8908

Útbúin hefur verið vefþjónusta sem skilar gögnum um samtals skuldbindingu niður á bókunarmánuð og kostnaðarstöð. Sendið póst á service@origo.is ef þið viljið láta virkja vefþjónustuna.

Vefþjónusta Greidd stöðugildi - Kostnaðarstöð bætt við

APPAIL-8898

Gildunum fyrir kostnaðarstöð (OrgCompanyCostCenterID og OrgCompanyCostCenterName) bætt við vefþjónustuna Greidd stöðugildi.