Ráðningar 23.2.1

Ítarupplýsingar fyrir auglýsingu fellt saman

APPAIL-9883

Útlitinu á auglýsingu hefur verið breytt þannig að núna eru ítarupplýsingar felldar saman. Hægt er að birta ítarupplýsingar með því að velja Sýna ítarupplýsingar.

Tengja gátlista á starfsmann í lok ráðningarferils/starfsmannaferils

APPAIL-9472

Núna er í boði að tengja gátlista á starfsmann í lok ráðningarferils/starfsmannaferils.

Spurningarnar móðurmál og þjóðerni

APPAIL-9809

Stöðluðu spurningarnar móðurmál og þjóðerni voru ekki að skila upplýsingum umsækjanda inn í spjaldið Starfsmaður ef umsækjandi var ráðinn í gegnum Onboarding. Þetta hefur verið lagað og nú skila þessar upplýsingar sér í starfsmannaspjaldið.

Hak Starfsmaður í tímaskráningakerfi - stilling að ekki sé hakað sjálfkrafa í

APPAIL-9790

Þegar starfsmaður er stofnaður og það er tenging við tímaskráningakerfi er hakað sjálfkrafa í hakið Starfsmaður í tímaskráningakerfi í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Bætt hefur verið við stillingu þar sem hægt er að hafa sjálfkrafa ekki hakað í Starfsmaður í tímaskráningakerfi. Getur þetta komið sér vel ef bara hluti starfsmanna er í tímaskráningakerfi. Ef óskað er eftir því að fá þessa stillingu skal senda beiðni á service@origo.is

Auglýsingar og úrvinnsla - filter og haus festur í stöðuborði

APPAIL-9927

Undir Auglýsingar og úrvinnsla > Ferilskrár hefur verið bætt við filter fyrir Stöðu umsóknar og Umsóknarröðun. Eins var hausinn festur í stöðuborði.

Auglýsingar og úrvinnsla > Ferilskrár - röð og athugasemdir

APPAIL-9868

Núna birtast umsóknir í tímaröð en líkt og í öðrum flipum er hægt að velja að birta umsækjendur í stafrófsröð. Einnig var bætt við talblöðru þar sem hægt er að sjá þær athugasemdir sem hafa verið skráðar á þessa tilteknu umsókn eða umsækjandann og eins skrá athugasemdir á umsóknina.