Fræðsla 18.11.1
Námskeið staðfest og skráning viðbótarþátttakenda
Þegar þátttakandi var skráður á námskeið eftir að það var staðfest kom upp villa og þátttakandinn vistast ekki á viðkomandi námskeið í fræðslulausninni. Þessari virkni hefur nú verið breytt þannig að það er ekki hægt að skrá viðbótarþátttakendur eftir að námskeið hefur verið staðfest en ef bæta á við þátttakendum þarf að virkja námskeiðið aftur, skrá þátttakanda og staðfesta námskeiðið aftur.
Námskeið stofnað og staðfest strax án þess að vista gögn á milli.
Ef námskeið var stofnað og staðfest strax án þess að vista gögnin á milli voru að koma upp villur, gögn voru ekki að vistast rétt á námskeið og ekki að flytjast rétt yfir í mannauðshluta. Þetta hefur verið lagað.
Námskeiðsmat - Svör námskeiðsmats
Svör námskeiðsmats eftir námskeið voru að birtast 2 sinnum í listanum "Svör námskeiðsmats" í Kjarna þegar valið var bæði Vista og Ljúka á starfsmannavefnum. Þetta hefur nú verið lagað og birtast svörin nú einu sinni í "Svör námskeiðsmats".
Skráning þátttakenda út frá fyrirtæki, skipulagseiningu eða stöðu
Bætt hefur verið við valmöguleika að leita eftir fyrirtæki, skipulagseiningu eða stöðu þegar verið er að skrá þátttakendur á námskeið. Kemur þá upp listi yfir virka starfsmenn (með ráðningarmerkinguna 'Í starfi') sem tilheyra því fyrirtæki, skipulagseiningu eða stöðu sem leitað var eftir og er þá hægt að haka í þá starfsmenn sem skrá á á námskeiðið.