Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 6 Current »

Farið er í Ráðningar > Auglýsingar og úrvinnsla og smellt á Ný auglýsing

image-20241025-132457.png

Stofnun auglýsingar er í sex skrefum; Grunnupplýsingar, Auglýsingatexti, Auglýsingatexti enska (valkvætt), Spurningar, Aukaspurningar (valkvætt) og Yfirlit

image-20241025-133258.png

Í skrefi 1 eru fylltar út grunnupplýsingar um auglýsinguna:

  • Birtingardagur; upphafsdagur auglýsingar

  • Umsóknarfrestur; lokadagur auglýsingar

  • Tengiliður; nafn og/eða netfang þess aðila sem hefur umsjón með auglýsingunni

  • Aðgangur; hægt að velja inn þá aðila sem eiga að hafa aðgang að auglýsingunni (t.d. þann stjórnanda sem auglýst staða heyrir undir).

  • Samstarfsaðili; t.d. ráðningarþjónusta (ef við á)

  • Fyrirtæki; ef fleiri en eitt innan samstæðu

  • Flokkun auglýsingar; möguleiki að að hafa mismunandi flokka á auglýsingum (ef við á)

  • Staðfestingarbréf; hægt að velja inn það bréf sem sendist á umsækjanda um leið og hann hefur sent inn umsókn. Hér kemur upp það bréf sem er sjálfvalið gildi í stillingu í kerfinu en hægt er að yfirskrifa það með því að velja annað bréf úr listanum.

  • Tegund starfs; hægt að velja úr fellilista á milli; Fullt starf, Hlutastarf, Tímabundið starf, Framtíðarstarf, Sumarstarf eða Afleysing.

  • Tengja skjöl á auglýsingu; Ef þörf er á að geyma upplýsingar er varða auglýsta stöðu þá er hægt að hengja skjal við. Þetta skjal birtist ekki umsækjendum heldur eingöngu þeim sem vinna með auglýsingarnar og úrvinnslu þeirra.

  • Hægt að velja hvort auglýsingin eigi að birtast á ytri eða innri vef, eða bæði

 

image-20241025-140519.pngimage-20241025-140545.png

Í skrefi 2 er auglýsingatexti settur inn.

  • Titill; heiti auglýsingarinnar (skilyrt svæði)

  • Lýsing; valkvætt að setja inn undirtitil en skilyrt að setja inn lýsingu á starfinu.

  • Helstu verkefni og ábyrð; hægt að setja inn sem punkta (bullets) með því að smella á Bæta við.

  • Menntunar- og hæfniskröfur; hægt að setja inn sem punkta (bullets) með því að smella á Bæta við.

  • Fríðindi; hægt að setja inn sem punkta (bullets) með því að smella á Bæta við.

  • Lokaorð; hægt að setja inn undirtitil og lýsingu.

image-20241025-141835.pngimage-20241025-141850.png

Í skrefi 3 er auglýsingatexti settur inn á ensku.

Ef umsækjendur eiga að geta smellt á enska útgáfu af auglýsingunni þá verður að setja enska útgáfu af öllum texta inn í þessu skrefi.

Fyllt er út í sömu upplýsingar og í skrefi 2 nema að þessu sinni eru upplýsingarnar settar inn á ensku.

image-20241025-142329.pngimage-20241025-142354.pngimage-20241025-142416.png

Í skrefi 4 eru spurningar valdar inn.

Þessar spurningar (spurningahópar) koma með kerfinu og eru mappaðar við svæðin í viðkomandi spjöldum í Kjarna (allt nema meðmæli). Þ.e. ef starfsmaður er ráðinn í gegnum ráðningarferli/onboarding og þessum spurningahópum var svarað í auglýsingunni þá flytjast upplýsingarnar/svörin í viðkomandi spjöld í Kjarna hjá starfsmanninum.

  • Persónuupplýsingar; Hægt er að haka við þær spurningar sem eiga að birtast undir persónuupplýsingar í auglýsingunni á umsóknarvefnum og einnig hægt að haka við hvort svörun á spurningu sé valfrjáls eða skilyrð.
    Í spurningum um Þjóðerni, Móðurmál og Land lögheimilis er hægt að velja sjálfvalið gildi sem kemur í umsóknarferlinu sem umsækjandi getur samt sem áður alltaf breytt ef við á.

  • Menntun; Hægt er að velja hvort það eigi að spyrja um menntun í auglýsingunni á umsóknarvefnum. Ef birta á spurningar um menntun þá er smellt á hnappinn Sýna þennan flokk (hnappur verður þá blár). Einnig hægt að haka við hvort svörun á spurningu sé valfrjáls eða skilyrð.

  • Starfsferill; Hægt er að velja hvort það eigi að spyrja um starfsferil í auglýsingunni á umsóknarvefnum. Ef birta á spurningar um starfsferil þá er smellt á hnappinn Sýna þennan flokk (hnappur verður þá blár). Einnig hægt að haka við hvort svörun á spurningu sé valfrjáls eða skilyrð.

  • Réttindi; Hægt er að velja hvort það eigi að spyrja um réttindi í auglýsingunni á umsóknarvefnum. Ef birta á spurningar um réttindi þá er smellt á hnappinn Sýna þennan flokk (hnappur verður þá blár). Einnig hægt að haka við hvort svörun á spurningu sé valfrjáls eða skilyrð. (info) Ekki er hægt að spyrja um réttindi í auglýsingum nema búið sé að setja upp stofngögn fyrir réttindi í Kjarna. Sjá nánar hér.

  • Hæfni; Hægt er að velja hvort það eigi að spyrja um hæfni í auglýsingunni á umsóknarvefnum. Ef birta á spurningar um hæfni þá er smellt á hnappinn Sýna þennan flokk (hnappur verður þá blár). Einnig hægt að haka við hvort svörun á spurningu sé valfrjáls eða skilyrð. (info) Ekki er hægt að spyrja um hæfni í auglýsingum nema búið sé að setja upp stofngögn fyrir hæfni í Kjarna. Sjá nánar hér.

  • Meðmæli; Hægt er að velja hvort það eigi að spyrja um meðmælendur í auglýsingunni á umsóknarvefnum. Ef birta á spurningar um meðmælendur þá er smellt á hnappinn Sýna þennan flokk (hnappur verður þá blár). Einnig hægt að haka við hvort svörun á spurningu sé valfrjáls eða skilyrð.

  • Viðhengi; Hægt er að velja hvort það eigi að spyrja um viðhengi í auglýsingunni á umsóknarvefnum. Ef birta á spurningar um viðhengi þá er smellt á hnappinn Sýna þennan flokk (hnappur verður þá blár). Einnig hægt að haka við hvort svörun á spurningu sé valfrjáls eða skilyrð. (info) Ekki hægt að bæta við fleiri viðhengjategundum en Ferilskrá, Kynningarbréf, Mynd og Prófskírteini.

image-20241025-145034.pngimage-20241028-093526.png

Í skrefi 5 eru aukaspurningar valdar inn (Valkvætt)

Hér eru aukaspurningar úr spurningabankanum valdar inn. Einnig er hægt að stofna spurningu í auglýsingargerðinni og vista hana í spurningabankanum.

Ef spurningu er breytt þegar hún er sett á auglýsingu þá skilar sú breyting sér ekki í spurningabankann. Aftur á móti ef valið er svo að Vista spurningu í spurningabanka þá vistast breytingin í spurningabankann.

image-20241025-145422.pngimage-20241025-145430.png

Í skrefi 6 er hægt að skoða yfirlit yfir auglýsinuna, bæði á íslensku og ensku, áður en hún er birt.

Auglýsingin birtst á umsóknarvef þegar smellt er á Vista.

  • No labels