Í spjaldinu starfsmaður eru skráðar allar grunnupplýsingar um viðkomandi starfsmann. Upplýsingum um starfsmann er viðhaldið í þessu spjaldi, fyrir utan starfsaldur sem reiknast út frá dagsetningum og færslum í spjaldinu tenging innan fyrirtækis og færslum í spjaldinu starfsaldur.
Ef fyrirtæki eru með tengingu milli Kjarna og Þjóðskrár uppfærast lögheimili starfsmanna í þessu spjaldi til samræmis við Þjóðskrá þegar keyrð er aðgerðin Uppfæra heimilisföng í Kjarna undir flipanum Aðgerðir. Aðsetri er hinsvegar aðeins hægt að breyta handvirkt.
Starfsmannamyndir
Hægt er að birta myndir af starfsmönnum í starfsmannaspjaldinu og eru þrjár leiðir til þess:
- Myndir vistaðar á vefslóð - vefslóðin þarf að vera opin.
- Myndir vistaðar í möppu/drifi - mappan þarf að vera opin öllum starfsmönnum
- Myndir vistaðar í viðhengjaspjald starfsmanns - þurfa að vera vistaðar með viðhengjategundinni Mynd
Ef myndirnar eru sóttar á vefslóð eða í möppu þurfa þær að vera vistaðar annað hvort á kennitölu, ekki með bandstriki (EntityNR), notandanafni (UserName) eða netfangi (EmailWork).
- Ef mynd er vistuð í viðhengjaspjaldi starfsmanns og vefslóð er í stillingu fyrir starfsmannamyndir þá birtast myndir úr vefslóðinni.
- Ef mynd er vistuð í viðhengjaspjaldi starfsmanns og mappa er í stillingu fyrir starfsmannamyndir þá birtast myndir úr möppunni í client en myndir úr viðhengjaspjaldi birtast á starfsmannavef og Kjarna vef. Vefirnir geta ekki birt myndir sem vistaðar eru í möppu (leið nr. 2).
- Ef mynd er vistuð í viðhengjaspjaldi starfsmanns og stilling er ekki inni fyrir starfsmannamyndir þá birtast myndir úr viðhengjaspjaldi.
Stilling fyrir myndir er Xap.EmployeeMaster.ImagePath og er sett undir Kjarni >Stillingar> Gildi
Á skjámyndinni hér fyrir neðan eru myndir vistaðar undir notandanafni. (Þannig að ef myndir eru t.d. vistaðar undir kennitölu þarf að vera EntityNR í staðinn fyrir UserName í slóðinni).
Hér er mynd vistuð í viðhengjaspjaldi starfsmanns á tegund skjals = Mynd.