Í Onboarding ferlinu koma þær upplýsingar sem umsækjandinn skráði inn þegar hann sótti um og einnig þær upplýsingar sem óskað var eftir frá umsækjanda (t.d. lífeyrissjóð, skattkort og fleira). Hér getur notandinn yfirskrifað gögnin ef við á í ferlinu.
Í skrefi 1 birtast persónuupplýsingar umsækjandans sem hann fyllti út þegar hann sótti um starfið. Þar til viðbótar er hægt að setja inn vinnunetfang, vinnusíma, Notandanafn og upplýsingar um nánasta aðstanda.
Ef kveikt er á sjálfvirkri stofnun notanda þá stofnast notandi í Kjarna með því hlutverki sem skilgreint er ef notandanafn og netfang er skráð.
Til að fara á næstu síðu er smellt á Næsta, neðst í hægra horninu.