Ráðningar/onboarding ferlið Ráðningarferlið er í fjórum skrefum.
fimm skrefum. Það er mismunandi eftir ferlum hvort og þá hvaða gögn koma í hverju skrefi fyrir sig. Ef óskað var eftir gögnum frá umsækjanda þá koma þau gögn í ferlinum.
Nýráðning
Engin gögn koma þar sem starfsmaðurinn er ekki til fyrir.
Ef óskað var eftir gögnum frá umsækjanda þá koma þau í ferlinum.
Endurráðning
Tenging innan fyrirtækis kemur tómt.
Engar upplýsingar eru sóttar fyrir banka, persónuafslátt, grunnlaun, lífeyrissjóð og stéttarfélög. Ef óskað var eftir gögnum frá umsækjanda koma þau gögn í ferlinum.
Endadagsetning sett á öll spjöld, þrátt fyrir að ekki sé fyllt út í þau.
Passa þarf ef starfsmaður á tvö launamannanúmer þá lokast þær færslur sem tilheyra starfsmanninum, banki og persónuafsláttur, og stofnast nýjar. Það þarf því að setja inn upplýsingar í þessu skrefi.
Tilfærsla
Upplýsingar eru stóttar í starfsmannaspjaldið.
Tenging innan fyrirtækis kemur tómt.
Öll spjöld tengd launamannanúmeri eru sótt en fá öll endadagsetningu og nýjar færslur stofnast þótt engu sé breytt (fyrir utan launamannanúmerið spjaldið). Ef óskað var eftir gögnum frá umsækjanda koma þau gögn í ferlinum.
Upplýsingar eru sóttar fyrir banka og persónuafslátt en fá öll endadagsetningu og nýjar færslur stofnast þótt engu sé breytt. Ef óskað var eftir gögnum frá umsækjanda koma þau gögn í ferlinum.
Ef yfirmaður er að keyra þessa aðgerð og hefur ekki aðgang að þessum starfsmanni í dag þá fær hann engar upplýsingar úr spjöldunum nema starfsmannaspjaldinu. Öll spjöld fá samt sem áður endadagsetningu og nýjar færslur stofnast með þeim upplýsingum sem settar voru inn.
Í þessum ferli er í boði að bara fyrstu tvö skrefin komi upp, Grunnupplýsingar og Persónuupplýsingar, sem kemur sér vel ef notandi hefur ekki aðgang að launum. Lokast þá ekki þau spjöld sem talin eru upp hér að ofan. Setja þarf inn stillingu til að fá þessa virkni inn og skal senda á service@origo.is
Bæta við starfi
Upplýsingar sóttar í starfsmannaspjaldið.
Tenging innan fyrirtækis og önnur spjöld tengt launamannanúmeri koma tóm.
Upplýsingar eru sóttar fyrir banka og persónuafslátt en fá öll endadagsetningu og nýjar færslur stofnast þótt engu sé breytt.
Ef óskað var eftir gögnum frá umsækjanda þá koma þau í ferlinum.
Þegar búið er að stofna starfsmanninn þá fær umsækjandinn sjálfkrafa stöðuna Ráðinn í starfið ogdettur þá út af listanum Tilbúinn til ráðningar.Hægt er að útbúa rafræna ráðningarsamninga eftir að starfsmaður hefur verið ráðinn.
Farið er í gegnum sama feril ef um endurráðningu, tilfærslu eða bæta við starfi er að ræða. Í ferlinum fyrir tilfærslu eru sóttar upplýsingar sem skráðar eru á starfmanninn og tengjast starfsmannanúmerinu og launamannanúmerinu en í ferlinum fyrir Bæta við starfi eru upplýsingar sóttar sem tengjast starfsmannanúmerinum þar sem verið er að stofna nýtt launamannanúmer í þeim ferli.
Ef viðskiptavinir eru að nota rafrænar undirritanir í Kjarna þá er hægt að láta pop-up glugga birtast með þeim valmöguleika að útbúa strax rafrænan ráðningarsamning. Nánar um rafræna ráðningarsamninga hér.