Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 16 Next »

Ráðningarferlið er í fimm skrefum.

Í Onboarding ferlinu koma þær upplýsingar sem umsækjandinn skráði inn þegar hann sótti um og einnig þær upplýsingar sem óskað var eftir frá umsækjanda (t.d. lífeyrissjóð, skattkort og fleira). Hér getur notandinn yfirskrifað gögnin ef við á í ferlinu.

Í skrefi 1 Grunnupplýsingar birtast persónuupplýsingar umsækjandans sem hann fyllti út þegar hann sótti um starfið.

Hérna er líka sett inn sú staða sem starfsmaðurinn gegnir í fyrirtækinu, spjaldið Tenging innan fyrirtækis. Ef skrá á framtíðarfærslu er hægt að gera það með því að bæta við spjaldi. Á það t.d. við um þegar verið er að ráða starfsmenn í tímabundið starf eða sumarvinnu.

Til að fara á næstu síðu er smellt á Næsta, neðst í hægra horninu.

Í skrefi 2 Persónuupplýsingar eru upplýsingar um síma, heimili og nánasta aðstandanda. Ef óskað var eftir upplýsingum um nánasta aðstandanda frá umsækjandanum koma þær upplýsingar sjálfkrafa hér.

Hér er auk þess hægt að skrá vinnunetfang, vinnunetfang og notendanafn ef það liggur fyrir. Ef kveikt er á sjálfvirkri stofnun notanda stofnast einnig notandi í ferlinu.

Til að fara á næstu síðu er smellt á Næsta, neðst í hægra horninu.

Í skrefi 3 Launaupplýsingar eru settar inn upplýsingar um grunnlaun, skattkort og bankaupplýsingar. Ef óskað var eftir upplýsingum um banka og skattkort frá umsækjandanum koma þær upplýsingar sjálfkrafa hér.

Til að fara á næstu síðu er smellt á Næsta, neðst í hægra horninu.

Í skrefi 4 Viðbótarlaunaupplýsingar eru settar inn upplýsingar um orlof, vinnutíma, lífeyrissjóð, séreignasjóð og stéttarfélag. Ef óskað var eftir upplýsingum um séreignasjóð og stéttarfélag frá umsækjandanum koma þær upplýsingar sjálfkrafa hér.

Í skrefi 5 Ráða eru yfirlit yfir þær upplýsingar sem voru skráðar inn. Það stofnast einungis þau spjöld sem upplýsingar voru skráðar í.

Ef breyta á einhverjum gögnum er valið Til baka. En ef gögnin eru rétt er valið Ráða og hefur þá umsækjandinn stofnast sem starfsmaður.

Þegar búið er að stofna starfsmanninn þá fær umsækjandinn sjálfkrafa stöðuna Ráðinn í starfið og dettur þá út af listanum Tilbúinn til ráðningar.

Farið er í gegnum sama feril ef um endurráðningu, tilfærslu eða bæta við starfi er að ræða. Í ferlinum fyrir tilfærslu eru sóttar upplýsingar sem skráðar eru á starfmanninn og tengjast starfsmannanúmerinu og launamannanúmerinu en í ferlinum fyrir Bæta við starfi eru upplýsingar sóttar sem tengjast starfsmannanúmerinum þar sem verið er að stofna nýtt launamannanúmer í þeim ferli.

Hægt er að útbúa rafræna ráðningarsamninga eftir að starfsmaður hefur verið ráðinn. Nánar um rafræna ráðningarsamninga hér.

  • No labels