Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 2 Next »

Á heimasvæði umsækjandans getur umsækjandinn séð yfirlit yfir þær auglýsingar sem hann hefur sótt um, viðhaldið umsókn fyrir auglýsingu sem er enn í birtingu og bætt við sig viðhengjum. Einnig getur hann séð stöðu auglýsingar, hver umsóknarfresturinn var fyrir þessa tilteknu auglýsingu og lýsinguna fyrir auglýsinguna. 

Til að komast í heimasvæði umsækjanda er farið í Mín síða efst uppi í hæra horninu.

Umsækjandinn sér upplýsingar um helstu persónuupplýsingar sem hann hefur skráð (nafn, kennitala, netfang, heimilisfang og símanúmer) og yfirlit yfir þær auglýsingar sem hann hefur sótt um.

Þær auglýsingar sem eru enn í birtingu, umsóknarfrestur er ekki liðinn, þá birtist hnappur Opna umsókn og getur þá umsækjandinn uppfært umsóknina sína fyrir þessa tilteknu auglýsingu. Ef smellt er á Nánar þá opnast lýsingin á auglýsingunni.

Umsækjandinn getur svo fylgst með ferlinu undir Staða auglýsingar.

Í flipunum Starfsferill og Menntun er yfirlit yfir þann starfsferil og menntun sem umsækjandinn hefur skráð í umsóknarferlinu.

Í flipanum Skjöl er yfirlit yfir þau skjöl sem umsækjandinn hefur sent með umsóknum. Hér getur umsækjandinn sótt þau skjöl sem hann hefur sent með umsókninni, eytt þeim út eða bætt við skjali. 

Athugið að í þessum lista birtast einungis þær skjalategundir sem eru stilltar með eiganda skjals sem Umsækjandi í Kjarna. Þær skjalategundir sem eru stilltar með eiganda skjals sem Umsókn birtast ekki undir heimasvæði umsækjanda og getur umsækjandinn ekki bætt við sig þeirri skjalategund.

  • No labels