Umsóknarvefur - Störf í boði
Þegar auglýsing hefur verið stofnuð þá birtist hún strax á umsóknarvef þar sem umsækjendur geta sótt um. Þeir notendur sem hafa sett upp ráðningarkerfið hafa fengið úthlutað umsóknarvef þar sem auglýsingar eru birtar. Ef kerfið er hýst hjá Origo er slóðin á vefinn https://nafnfyrirtækis.umsokn.is ef kerfið er hýst innanhús hjá viðskiptavinum er vefurinn settur upp í samráði við vefdeild viðskiptavina. Ekki er nauðsynlegt að birta allan vefinn heldur geta auglýsingar verið birtar með xml. á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis. Hlekkur á XML er https://vidskiptavinurapi.umsokn.is/api/RCAdvertCompanies (nafn viðskiptavinar er sett í stað "vidskiptavinur"). Ráðgjafar Origo geta veitt frekari ráðgjöf varðandi það.
Smellt er á viðkomandi starf til að sprengja út gluggann og þá birtist öll auglýsingin með þeim upplýsingum sem voru settar inn í stofnspjaldi auglýsingar. Umsóknarferlið hefst með því að smella á Sækja um starf hnappinn.
Einnig er möguleiki að deila auglýsingunni á facebook með því að velja f.
Á umsóknarvefnum birtast allar auglýsingar þar sem umsóknarfrestur er enn í gildi og hakað er við Birt á ytri vef.
Umsóknarferlið hefst á því að smella á Sækja um starf hnappinn.