Starfsmannavefur 20.4.1
Námskeiðsmat á starfsmannavef.
Ef stofnað var námskeið og hakið tekið í burtu úr Birta á starfsmannavef, og þátttakendur voru valdir inn á námskeiðið í client þá var námskeiðsmat fyrir það námskeið ekki að birtast á starfsmannavefnum. Þetta hefur nú verið lagað þannig að námskeiðsmat birtist núna á starfsmannavef þrátt fyrir að námskeið hafi ekki verið látið birtast á vefnum.
Ýtarlegri upplýsingar um námskeið á starfsmannavef.
Þegar smellt er á þau námskeið sem eru í boði á starfsmannavef hefur verið bætt við upplýsingum um verð, skráningarfrest og afskráningarfrest námskeiða. Ef viðskiptavinir vilja að þessar auka upplýsingar um námskeiðin birtist á starfsmannavef þarf að setja inn eftirfarandi vefgildi á true; Employee.Web.Show.Course.CourseCost - Employee.Web.Show.Course.CourseDeadlineStart - Employee.Web.Show.Course.CourseDeadlineEnd.
Hlutir í láni á starfsmannavef.
Bætt hefur verið við svæðinu Hlutir í láni undir Mínar upplýsingar á starfsmannavef. Þar getur starfsmaður séð hvaða hluti hann er með í láni frá fyrirtækinu. Hægt er að setja stillingu inn í vefgildi sem stýrir því hvort starfsmaður getur sjálfur skráð á sig hlut í láni.
Leit á starfsmannavef - viðbót.
Á flísinni Mínar upplýsingar á forsíðu starfsmannavefs hefur verið bætt við þeim möguleika að smella á upplýsingar sem þar birtast eins og hægt er þegar leitin er notuð. Þ.e. hægt er að smella á t.d. starfsheiti, deild og svið og fá þá upp lista yfir þá starfsmenn sem tilheyra t.d. viðkomandi deild o.s.frv.