Mannauður 24.1.1

Dálkum bætt við listann Samþykki

APPAIL-10155

Dálkunum Auðkenniskort, Fyrirtæki, Fyrirtæki nr. og Ráðningardagsetning hefur verið bætt við listann Samþykki.

Dálk bætt við listann Hæfni

APPAIL-10277

Dálknum Flokkun hefur verið bætt við listann Hæfni.

Samanburður á vef

APPAIL-10240

Búið er að bæta við listanum Samanburður á Kjarna vef þar sem hægt er að sjá upplýsingar um hæfni og réttindi sem skráð eru á ákveðna stöðu og hver staðan á hverri hæfni og réttindi er á þeim starfsmönnum sem sitja þessa stöðu. Hér er hægt að sjá nánari upplýsingar um þessa virkni: Samanburður

Aðgangsstýring að skýrslunum Stórafmæli, Starfsafmæli og Starfsmannavelta

APPAIL-10325

Núna er hægt að gefa aðgang að skýrslunum stórafmæli, starfsafmæli og starfsmannaveltu í hlutverkum fyrir notendur með takmarkaðan aðgang.