Rafrænar undirritanir 24.1.1
Öryggiskóða bætt við rafræna undirritun
Búið er að bæta við öryggiskóða í rafræna undirritun. Ferlið er því þannig núna að þegar smellt er á hlekkinn í tölvupóstinum opnast vafrinn þar sem senda þarf öryggiskóða. Kemur þá öryggiskóði í tölvupósti sem þarf að slá inn til að skoða skjalið og undirrita með rafrænum skilríkjum líkt og áður.
Rafræn undirritun - lagfæring þegar verið er að breyta sniðmáti
Þegar verið er að senda skjal í rafræna undirritun og valið er að breyta sniðmátinu þá var glugginn sem sniðmátið opnast í stækkaður. Einnig er hægt að stækka hann enn meira með því draga gluggann til þar sem stendur POWERED BY TINY í hægra horninu. Einnig var lagfært að forskoðunin á skjalinu fylgir núna þegar skrunað er neðar á síðuna.
Rafræn undirritun - tegund skjals í stafrófsröð
Þegar verið var að senda skjal á starfsmann í rafræna undirritun kom listinn yfir tegundir skjala eftir vísis númeri. Þessu hefur verið breytt og kemur listinn núna í stafrófsröð.