Mannauður 20.6.1
Skipurit - Óvirkar skipulagseiningar.
Óvirkar skipulagseiningar voru að birtast í myndræna skipuritinu. Þessu hefur nú verið breytt þannig að skipurit opnast default með virkum skipulagseiningum en möguleiki á að Birta óvirkar skipulagseiningar með því að hægrismella þegar bendillinn er inni í myndræna skipuritinu.
Jafnlaunavottunarskýrsla
Í jafnlaunavottunarskýrslunni var Tegund náms ekki að birtast (það birtist sem óskilgreint). Þetta hefur nú verið lagað. Við viljum benda á að til þess að menntun birtist í jafnlaunavottunarskýrslunni þarf að vera hakað í Hæsta menntunarstig í menntunarspjaldinu.
Aðgangsstýringar á viðhengi starfsmanna sem eru í fleiri en einu starfi
Í þeim tilvikum þar sem starfsmaður er í fleiri en einu starfi með sitthvorn yfirmanninn þá er núna hægt að aðgangsstýra eiganda skjals niður á launamannanúmer. Velja þarf Launamaður í flipanum Eigandi skjals á skjalinu sjálfu og þar er svo viðeigandi launamannanúmer valið inn. Ath. að fyrst þarf að stofna Eigandi skjals Launamaður (EmployeeDetail) undir Stofnskrár > Skjalaskápur-Eigendur skjala.
Þjóðskrártenging - Hlutlaust kyn
Hlutlaust kyn hefur bæst við þjóðskránna og var því einnig bætt við í tengingunni við Kjarna. Ath. að þetta tekur ekki formlega gildi fyrr en í janúar 2021.
Þjóðskrártenging - Uppfærsla á heimilisföngum starfsmanna
Þegar aðgerðin Uppfæra heimilisföng starfsmanna var keyrð upp, voru heimilisföng starfsmanna ekki að uppfærast ef valin var önnur ráðningarmerking en Í starfi. Þetta hefur nú verið lagað.
Listinn Staðsetningar - Svæði bætt við.
Í listann Staðsetningar, undir Stofnskrár > Staðsetningar var bætt við svæðinu Bókhaldslykill. Þetta svæði birtist ekki default í listanum en hægt að velja það inn í listann úr dálkalista.
Tenging innan fyrirtækis - Ástæður fyrir allar ráðningarmerkingar.
Nú er hægt að setja inn ástæður fyrir allar ráðningarmerkingar. Til þess að fá ástæður ráðningarmerkinga til þess að birtast í fellilistanum þarf að byrja á því að setja þær upp undir Stofnskrár > Ástæður ráðningarmerkingar.