Almennt 20.6.1
Vefþjónusta fyrir greidd stöðugildi
APPAIL-7258
Nýrri vefþjónustu hefur verið bætt við sem skilar upplýsingum um greidd stöðugildi. Hafið endilega samband við service@origo.is ef þið óskið eftir frekari upplýsingum um þessa þjónustu.
Endurnýjun á Code Signing skilríkjum
APPAIL-7313
Í þessari útgáfu af Kjarna er verið að endurnýja svokölluð Code Signing skilríki.
Starfsmannavefþjónustur - Ástæður ráðningarmerkinga
APPAIL-7077
Búið er að breyta svæðinu Ástæða starfsloka í Ástæða ráðningarmerkingar og hafa þessi svæði því fengið ný nöfn í starfsmannavefþjónustunum. Ef einhverjir eru að birta þetta svæði annars staðar en í Kjarna þá þarf að uppfæra þær tengingar þar sem svæðin hafa fengið nýtt nafn í þjónustunum. Í stað HrTerminationReason, HrTerminationReasonEnum og HrTerminationReasonName eru nöfnin nú EmployeeStatusReasonID og EmployeeStatusReason.
Aðgerð til þess að breyta netfangi á notanda
Bætt var inn aðgerð til þess að breyta netfangi á notanda. Þetta getur nýst ef notandi hefur verið ranglega stofnaður því ekki er hægt að stofna tvo notendur með sama netfangið. Þessi aðgerð getur einnig nýst þegar viðskiptavinir fara að nýta sér Azure Single Sign On því þá gæti þurft að gera breytingar á netföngum einhverra notenda.
Ný útgáfa af Kjarna app-i
Gefin var út ný útgáfa af Kjarna app-inu. App-ið er aðgengilegt bæði í Appstore og Google Play.
Azure SSO útfært fyrir Kjarna client
Azure SSO hefur verið útfært fyrir Kjarna client en áður var eingöngu hægt að nota ADFS SSO fyrir Kjarna clientinn.