Dagpeningar 20.6.1

Niðurbrot á útreikningi dagpeninga á vef

APPAIL-6991

Þegar dagpeningar eru stofnaðir á vef kemur fram niðurbrot á útreikningi. Þar hefur verið bætt við upphæð í þeirri mynt sem dagpeningar eiga uppruna í.

Nýtt svæði í starfsmannaspjaldi fyrir greiðslumynt dagpeninga

APPAIL-7110

Útbúið hefur verið nýtt svæði í spjaldinu “Starfsmaður” undir flipanum launakerfi með heitinu "Greiðslumynt dagpeninga" þar sem hægt er að skilgreina í hvað mynt dagpeningar starfsmanns eru greiddar.

Bæta við útreiknuðum dagpeningum í greiðslumynt starfsmanns

APPAIL-7118

Í dagpeningaskýrslu sem send er starfsmönnum með tölvupósti úr Kjarna hefur verið bætt við svæði með útreiknuðum dagepeningum í greiðslumynt starfsmanns, ásamt tegund gjaldmiðils.

Greiðslumynt starfsmanns bætt við stofnun færslna á vef

APPAIL-7279

Ef starfsmaður er með skilgreinda greiðslumynt í öðrum gjaldmiðli en ISK þá kemur hún nú fram þegar færslur eru stofnaðar á vef.

Viðbótardálkar við dagpeningayfirlit með erlendum gjaldmiðli og upphæð í client og á vef

APPAIL-7117

Bætt hefur verið við dálkum sem sýna erlendan gjaldmiðil, gengi og upphæð ef starfsmaður er með aðra greiðslumynt dagpeninga en ISK.

Velja þarf á vef að birta þessa dálka en þeir koma sjálfvaldir í client.

Dagpeningaskýrsla fyrir heilt ár

APPAIL-7128

Nú er hægt að mynda ársskýrslu dagpeninga í Kjarna fyrir valið ár.