Mannauður 22.1.1
Breytingar á Menntunarsviði fyrir Intellecta skýrslu
Breytingar hafa verið gerðar á menntunarsviði fyrir Intellecta skýrslu. Bætt var við gildum í Menntunarsvið-Háskólapróf og Menntunarsvið-Iðnmenntun og viðbótarstig. Einnig voru breytingar gerðar á heitum í Menntunarsvið-Iðnmenntun og viðbótarstig. Yfirfara þarf núverandi menntunarflokka á þeim stöðum þar sem verið er að nota þessa flokkun.
Listinn Tenging innan fyrirtækis - Staðsetning nr. bætt í listann
Staðsetning nr. hefur verið bætt við í listann Tenging innan fyrirtækis. Athuga þarf að númerið birtist ekki nema um yfirskrift á staðsetningu í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis sé að ræða.
Mannauður - Beiðnir - taka út í Excel
Núna er hægt að taka út listann Mannauður > Beiðnir út í Excel.
Vöntunarlisti fyrir viðhengi
Bætt hefur verið við vöntunarlista fyrir viðhengi. Listann er að finna undir kerfishlutanum Skýrslur. Skilar listinn niðurstöðum fyrir þá starfsmenn sem eru ekki með skilgreinda skjalategund hengda á sig.
Vöntunarlisti fyrir réttindi
Lagfæringar voru gerðar á vöntunarlista fyrir réttindi. Listann er að finna undir kerfishlutanum Skýrslur. Skilar listinn niðurstöðum fyrir þá starfsmenn sem eru ekki með skilgreind réttindi.
Skrá upplýsingar á stöðu fyrir lífeyrissjóð, stéttarfélag og launaflokk
Núna er hægt að skrá upplýsingar á stöðu fyrir lífeyrissjóð, stéttarfélag og launaflokk. Takmarkast þá þessir listar þegar verið er að skrá upplýsingar fyrir þessi spjöld m.v. stöðuna sem viðkomandi er skráður á. Athuga fyrir lífeyrissjóð þá á þetta bara við um almenna lífeyrissjóðinn.