Stofngögn

Ákveðin gildi fylgja kerfinu í upphafi en þeim er hægt að breyta eftir þörfum.

Stofngögnin undir Ráðningar - Stofngögn eru; Staða umsóknar, Röðun, Staða auglýsinga, Flokkun auglýsinga, Bréf og Umsóknarvefur - stillingar.

Röðun

Undir Röðun þarf að setja inn gildi í Röðun gildi  (stjörnugjöf=Umsóknarröðun og þumalputtar=Umsækjandaröðun - ATH. sama röðun er á bakvið bæði). 

  • Lægsta gildið fær Röðun gildi =1 (ATH. lægsta gildið má ekki vera =0).

  • Ef tvennt er með sama númer í Röðun gildi þá raðast þetta eftir Röðun vísir nr. (lægra gildið í Röðun vísir nr. kemur á undan).

  • Það má vera gat í númerum í Röðun gildi, þá bara birtist næsta númer sem er á eftir.

  • Ef ekki á að birta röðun á vefnum má ekkert númer vera í Röðun gildi (verður að vera tómt).

image-20241025-124647.png
image-20241025-124828.png

Umsóknarvefur - stillingar

Undir Umsóknarvefur - stillingar er Logo og url, Texti og yfirlitsmynd og Persónuverndarskilmálar.

hægt að setja inn logo fyrirtækis og hlekk á bakvið logoið, texta og yfirlitsmynd og persónuverndarskilmála bæði á íslensku og ensku.

Logo og url

Hér er hægt að setja inn logo sem birtist á umsóknarvefnum. Einnig er hægt að setja inn Url sem er þá á bakvið logoið. Ef ekkert er sett hér fer umsækjandinn bara aftur á upphafssíðu umsóknarvefsins.

image-20250313-153857.png

Texti og yfirlitsmynd

Yfirlitsmynd og texti er það sem birtist á upphafssíðu umsóknarvefsins, efst á síðunni. Þetta er valkvætt.

image-20250313-154246.png

Persónuverndarskilmálar

Ef óskað er eftir að umsækjandi samþykki persónuverndarskilmála áður en sótt er um starf þarf að setja textann hér.

image-20250313-154553.png

 

Related content