Höfnun umsækjanda

Mögulegt er að senda höfnunarbréf á einn og/eða marga umsækjendur í einu. Hægt er að senda bréf á marga frá lista sjónarhorninu (Umsóknir og svör) með því að haka við þá umsækjendur sem eiga að fá höfnunarbréf. Einnig er hægt að senda á einn aðila með því að haka bara við þann einn umsækjanda.

 

Það er einnig hægt að senda höfnunarbréf á einn umsækjanda frá yfirlitssíðu umsóknar úr samskiptaflísinni.

Í báðum tilvikum opnast gluggi þar sem fylltar eru út upplýsingar um frá hvaða netfangi bréfið á að berast frá og þar er einnig valið inn það sniðmát sem á að nota í höfnunarbréfinu. Hægt er að breyta textanum á bréfinu inni í glugganum án þess að það hafi áhrif á sniðmátið. Einnig er hægt að velja þann möguleika á að breyta stöðu umsóknar í Umsókn hafnað þegar höfnunarbréf eru send út.