Úrvinnsla umsókna á vef

Hægt er að vinna með umsóknir í þremur mismunandi sjónarhornum. Efst uppi (í öllum sjónarhornum) má sjá umsóknarfrest auglýsingarinnar og stöðu auglýsingarinnar en þarna er líka hægt að uppfæra stöðu auglýsingar. Einnig birtast þarna upplýsingar um tengilið, fjölda umsókna, fjölda lausra staða og hægt að skoða auglýsingartextann. Hægt er að opna auglýsinguna og gera breytingar ef þarf með því að smella á hnappinn Uppfæra auglýsingu.

1) Stöðuborð

Þar, undir Sýnileg gögn, er hægt að velja hvaða stöður notandi kýs að láta birtast og í hvaða röð. Í þessu sjónarhorni breytir notandi stöðu umsóknar með því að draga flísina á milli svæða.

Hægt er að raða umsækjendum innan dálka eftir stafrófsröð, tímaröð eða eftir umsóknarröðun.

 

2) Listi (Umsóknir og svör)

Þar er hægt að velja inn þá dálka sem notandi kýs að láta birtast í því sjónarhorni og einnig er hægt að velja í hvaða röð dálkarnir birtast. Hægt er að sía eftir umsóknarröðun, stöðu umsóknar, menntun, kyni, póstnúmeri og aukaspurningum.

Ef að valið er að birta menntun í listanum birtist bara sú menntun þar sem hakað er í Hæsta menntunarstig. Ef ekki er hakað í Hæsta menntunarstig fyrir neina menntun birtist ekkert í listanum fyrir viðkomandi umsækjanda.

Í þessu sjónarhorni er einnig hægt að taka listann út í excel og vinna með hann nánar þar ef við á.

 

Hægt er að haka við nöfn í listanum og senda völdum umsækjendum tölvupóst, breyta stöðu umsóknar, breyta röðun umsóknar og tengja á aðra auglýsingu.

 

3) Ferilskrár

Í þessu sjónarhorni er hægt að velja á milli umsækjanda vinstra megin og sjá ferilskránna eða kynningarbréfið birtast strax á skjánum fyrir miðju (hægt að flakka á milli ferilskrár og kynningarbréfs). Hér er einnig hægt að breyta stöðu umsóknar og umsóknarrröðun umsækjandans.