Umsækjendur - listi
Í hliðarvalmynd vinstra megin er hægt að smella á Umsækjendur. Í þessu sjónarhorni birtist listi yfir alla umsækjendur sem hafa sótt um eitt eða fleiri störf hjá fyrirtækinu. Umsækjandi getur þ.a.l. átt fleiri en eina umsókn um fleiri en eitt starf.
Undir Sýnileg gögn er hægt að velja inn þá dálka sem notandi kýs að birtist í sjónarhorninu og í hvaða röð. Einnig hægt að taka listann út í excel.
Hægt er að leita eftir nafni með því að velja stækkunarglerið í dálkinum Nafn. Einnig er hægt að sía á önnur gildi í þeim dálkum, t.d. kyn, umsækjandaröðun og fleira.
Það er einnig hægt að haka við umsækjendur í þessu sjónarhorni, senda þeim tölvupóst og tengja við aðrar auglýsingar.