Heildaryfirlit umsækjandans

 

 

Í heildaryfirliti umsækjanda fyrir tiltekna umsókn birtast þær upplýsingar sem umsækjandi hefur fyllt út í umsóknarforminu á umsóknarvef. Einnig birtast öll tölvupóstssamskipti (og þau bréf sem umsækjandi hefur fengið sent frá kerfinu) og er einnig hægt að senda tölvupóst frá þessu sjónarhorni. Hægt er að skrá athugasemdir bæði á umsækjandann og umsóknina. Þær athugasemdir sem skráðar eru á umsækjandan birtast á öllum umsóknum sem hann á en athugasemdir sem skráðar eru á umsóknina birtast bara á þeirri tilteknu umsókn.

Undir Skjöl birtist yfirlit yfir þau viðhengi sem umsækjandi hefur sent inn í tengslum við umsóknina ásamt yfirlitssíðu umsóknar. Hægt að opna þessi skjöl og/eða hala þeim niður. Hægt er að skrá inn meðmæli og sjá yfirlit yfir aðrar umsóknir sem viðkomandi hefur sótt um (ef einhverjar) og einnig hægt að tengja umsóknina á aðra auglýsingu úr þessu sjónarhorni með því að smella á plúsinn.

Í yfirlitinu Umsókn (efst uppi hægra megin) er hægt að breyta umsóknarröðun og stöðu umsóknar ásamt því að skoða sögu umsóknarinnar. Þar er einnig hægt að breyta röðun á sýnilegum gögnum.

 

 

 

Varðandi umsækjandaröðun þá er hægt að skrá á umsækjanda hversu álitlegur hann er almennt auk þess sem það er hægt að skrá umsækjandaröðun gagnvart hverri auglýsingu sem sótt er um.

Þeir valmöguleikar sem eru í boði varðandi umsækjandaröðun, stöðu umsóknar og stöðu auglýsingar byggja á grunnstillingum undir Ráðningarferli > Stofngögn.

 

Fyrir þá viðskiptavini sem eru að nota mannauðshluta Kjarna þá vistast upplýsingar frá þessu heildaryfirliti yfir í spjöld starfsmanna þegar starfsmaður er ráðinn í gegnum vefinn.