Viðvera
Fyrsta útgáfa viðveruhlutans kom út í upphafi árs 2020 í útgáfu 20.1.1. Þetta er viðbótarkerfishluti við Kjarna. Ef viðskiptavinir vilja bæta þessum kerfishluta við Kjarna samninginn sinn skal senda póst á service@origo.is og sendar verða upplýsingar um verð.
Í þessari fyrstu útgáfu er t.d. hægt að hafa á spjaldtölvu með kortalesara þannig að starfsmenn geti stimplað sig inn með aðgangskortinu sínu. Einnig er hægt að skrá inn kennitölu ef starfsmaður er ekki með aðgangskort.
Aðgangskort starfsmanns er skráð í launamannaspjald starfsmanns í Kjarna.
Í hliðarvalmynd Kjarna er hægt að nálgast stillingar í tengslum við stimpilklukkuna sjálfa (Stimpilklukka), þær tegundir stimplunar sem eru í boði (Tegund stimplunar) ásamt skráningum starfsmanna (Stimplun).
Viðskiptavinir geta sjálfir sett inn viðeigandi stillingar í Kjarna en viðmótið fyrir viðveruna er sett upp í samráði við starfsmenn Origo sem hluti af innleiðingu á þessum kerfishluta.
Stillingar í Kjarna eru settar upp í Tegund stimplunar og Stimpilklukka.
Hlekkur á viðveruhlutann á Kjarnavefnum má finna hér Viðvera á Kjarnavef
Hlekkur á viðveruhlutann á starfsmannavefnum má finna hér Viðvera starfsmanna