Viðvera - Starfsmaður

Til að starfsmaður komi upp í viðverahluta Kjarna þarf að haka í Kjarni viðvera í vinnutímaspjaldi starfsmannsins.

image-20241223-105649.png

Viðveruregla

Hér er skráð viðveruregla starfsmanns og hvort hann fái greidda yfirvinnu.

image-20241223-110524.png

Viðveruregla

Skýring

Hvernig birtist í bunka

Viðveruregla

Skýring

Hvernig birtist í bunka

Fastir liðir

Starfsmenn með laun í föstum liðum

Frávik birtast í bunka, s.s. veikindi, orlof, launalaust leyfi osfrv. Þær tegundir stimplana sem merktar eru með regluna dagvinna koma ekki í bunka.

Tímavinna

Almennt ef starfsmaður er á stimpilklukku og allir tímar eiga að flytjast yfir í laun.

Allir tímar koma í bunka fyrir launin, líka tímar sem eru merktir með regluna dagvinna í tegund stimplunar.

Hlutfall

Almennt starfsmaður sem er á stimpilklukku og allir tímar eiga að flytjast yfir.

Allir tímar koma í bunka til launa, dagvinnutímar koma hlutfallaðir í skránna. Þannig að starfsmaður er þá t.d. að fá 0,7 í mánaðarlaun osfrv. Frávik eins og veikindi koma samt í tímum, það eru bara dagvinnutímar sem koma hlutfallaðir.

Veikindi, veikindi barna, orlof, dagvinna (allt nema fjarvistir án launa og yfirvinna) er lagt saman til að finna hlutfallið m.v. vinnuskyldu (samnlagning af tegundum talin upp hér að ofan og deilt með vinnuskyldu). Sú útkoma skráist á dagvinnulaunalið sem hlutfall. Veikindi og orlof er alltaf sent yfir sem einingar.