Ráðningar 22.4.1
Breyta upplýsingum um umsækjanda
Núna er hægt að breyta grunnupplýsingum um umsækjanda á Kjarna vefnum. Uppplýsingunum sem hægt er að breyta eru Nafn, Netfang, Kennitala, Kyn, Land, Heimilisfang, Póstnúmer, Heimasími og Farsími.
Athugasemdir á umsækjanda í Auglýsingar og úrvinnsla
Hægt er að skrá athugasemdir á umsækjanda og hefur þessari virkni verið bætt við í Auglýsingar og úrvinnsla, bæði undir Stöðuborð og einnig undir Umsóknir og svör. Þar er bæði hægt að sjá hvaða athugasemdir hafa verið skráðar á umsækjanda og einnig skrá nýjar athugasemdir á umsækjandann.
Tölvupóstur með tilkynningu um nýjan starfsmann ekki að sendast
Ef notandi á takmörkuðum aðgangi var að ráða inn starsfmann í gegnum ráðningarferlið/onboarding þá voru tölvupóstar um tilkynningu á ráðningu ekki að skila sér. Þetta hefur verið lagað.
Staða umsóknar gildi bætt við fyrir Stöðu umsóknar
Bætt hefur verið við Staða umsóknar gildi þar sem hægt er að stýra því miðlægt í hvaða röð Staða umsóknar birtist notendum í Stöðuborði fyrir auglýsingar. Raðast staðan þá út frá því númeri sem hún færi í Staða umsóknar gildi. Ef ekkert númer er sett í Staða umsóknar gildi raðast þetta eftir Staða umsóknar nr. Notandinn getur jafnframt svo raðað sjálfur sinni sýn auk þess að haka út þær stöður sem hann vill ekki hafa sýnilega fyrir sjálfan sig.
Leita eftir dagsetningu auglýsingar
Það var ekki að virka að leita eftir dagsetningu auglýsingar í Auglýsingar > Töflusýn. Það hefur verið lagað.
Óska eftir gögnum frá umsækjanda - Viðhengi
Búið er að bæta við að þegar óskað er eftir gögnum frá umsækjanda er núna hægt að óska eftir mynd og sakavottorði. Þessi gögn vistast svo í viðhengjaspjaldi starfsmanns þegar ráðningarferlinu er lokið. Ef óska á eftir viðhengjum frá umsækjanda þarf að uppfæra stillingar og skoða hvort skjalategundin fyrir sakavottorð sé til á kerfi viðskiptavinar. Vinsamlegast sendið beiðni á service@origo.is
Svæðum fyrir Tenging innan fyrirtækis bætt við í ráðningarferlinu
Bætt hefur verið við svæðum í ráðningarferlinu í skrefinu Tenging innan fyrirtækis. Svæðunum sem var bætt við eru staðsetning og undirstaðsetning, verkefni, svæði, undirsvæði og flokkun.
Ráðningarferli - sjálfgefið gildi fyrir grunnlaunaspjald
Í ráðningarferlinu koma núna sjálfgefin gildi fyrir Greiðsluform (Eftirá) og Greiðslutíðni (Mánaðarlaun). Þessum gildum er hægt að breyta ef þau eiga að vera önnur.
Ráðningarferli > Endurráðning fram í tímann - virkja notanda
Ef starfsmaður var endurráðinn fram í tímann þá var notandinn hans ekki að virkjast. Þetta hefur verið lagað.
Umsækjenda leit
Í hliðarvalmynd hefur verið bætt við umsækjenda leit þar sem hægt er að leita í öllum umsækjendum eftir aldri, kyni, póstnúmeri menntun, fyrri starfsferli, réttindi, hæfni, auglýsingu sem umsækjandi hefur sótt um og heiti á skjölum.
Umsóknarvefur - Rafræn innskráning
Núna er í boði rafræn innskráning á umsóknarvefnum. Ef óskað er eftir að fá þennan innskráningarmöguleika inn þarf að senda beiðni á service@origo.is