Frammistöðumat - Yfirmaður

Yfirmaður fer inn á Kjarnavefinn til að svara frammistöðumati fyrir sína undirmenn. Ef yfirmaður á að svara sínu eigin frammistöðumati þá fer hann inn á starfsmannavefinn - sjá hér: Frammistöðumat - Starfsmaður

Frammistöðumatið er aðgengilegt í hliðarvalmynd undir Frammistöðumat. Í boði er að hafa heitið annað en Frammistöðumat. Í boði er Samtal, Starfsþróunarsamtal og Starfsmannasamtal. Ef óskað er eftir að heitið sé annað skal senda beiðni á service@origo.is og taka fram hvaða heiti á að vera.

Hægt er að sjá stöðuna á frammistöðumatinu hjá starfsmanni og yfirmanni (grænt=lokið, gult=Í vinnslu) og einnig heildarstöðuna á matinu í dálkinum Staða.

 

Yfirmaður svarar spurningum frammistöðumatsins. Hægt er að vista niðurstöður og klára síðar með því að smella á Vista og senda seinna. Niðurstöðunum er svo skilað með því að velja Senda. Mikilvægt er að velja Senda til að senda frammistöðumatið inn og fær frammistöðumatið þá stöðuna Svarað. Yfirmaður getur ekki breytt svörunum sínum eftir að búið er að skila frammistöðumatinu. Yfirmaður sér ekki svör undirmanns fyrr en hann hefur skilað sínum svörum.

 

Þegar báðir aðilar hafa svarað frammistöðumatinu hefur staðan breyst hjá báðum í Svarað en heildarstaðan er enn Í vinnslu.

Farið er inn í matið og birtast þá svör beggja aðila. Svör yfirmanns koma sjálfkrafa í Loka niðurstaða en hægt er að breyta svarinu áður en það er sent inn. Þegar búið er að fara yfir niðurstöðurnar er valið Senda og breytist þá heildarstaðan í Lokið.

Yfirmaður getur alltaf komist í niðurstöðurnar úr frammistöðumatinu eftir að búið er að senda það og séð svörin

 

  • Ef starfsmaður skiptir um starf þá sér nýr yfirmaður ekki eldri frammistöðmöt hjá starfsmanninum. Fyrrum yfirmaður hefur aðgang að frammistöðumötum starfsmannsins fram að þeim degi sem starfsmaður hættir eða er ekki lengur starfandi fyrir viðkomandi yfirmann.