Spurningar og spurningasniðmát í frammistöðumati

Notendur geta stofnað sínar eigin spurningar og spurningasniðmát til notkunar í frammistöðumati. Þetta er gert undir Kjarni > Frammistöðumat.


Að setja upp spurningar og spurningarsniðmát í Frammistöðumatshlutanum er gert á sama hátt og í Ráðningahluta Kjarna, sjá nánar Spurningar og spurningasniðmát

Viðeigandi spurningarsniðmát og/eða spurningar eru svo valdar inn í Frammistöðumatseyðublöð. Frammistöðumatseyðublöðin geta verið eins mörg og þurfa þykir þar sem það geta jafnvel verið mismunandi spurningar milli sviða eða deilda fyrirtækja.

Hægt er að gera breytingar á spurningarsniðmátum (bæta við spurningum og/eða eyða út spurningum) en ath.EKKI er hægt að eyða út spurningum úr frammistöðumatseyðublöðum ef komin eru svör við þeim spurningum áður.  Ef það á að gera slíkar breytingar þarf að stofna nýtt frammistöðumatseyðublað.

Spurningategundinni Skali var bætt sérstaklega við fyrir frammistöðumatið svo ekki þurfi að handstofna svarmöguleika á hverja spurningu heldur sé í staðinn hægt að tengja tilbúinn skala á viðeigandi spurningar. Spurningin er stofnuð á sama hátt og aðrar spurningar í Kjarna, sjá Spurningar og spurningasniðmát en skalinn sem tengur er á spurninguna er stofnaður undir Kjarni > Stofnskrár > Hæfni - Skalar

Ný færsla er stofnuð með því að smella á + hnappinn:

Nafnið á skalanum er skráð í Heiti og smellt á Geyma og loka til þess að vista skalann. 

Síðan þarf að fara aftur inn í skalann og stofna gildin sem eiga að vera í honum. Það er gert með + hnappinum. Í Gildi er skráð 1, 2, 3, o.s.frv. og í Lýsing er skráð lýsing á viðkomandi gildi, sjá dæmi á skjámynd. 


Nánar um uppsetningu á Hæfni og Hæfni-Skalar hér.