Vefþjónustur

Í Kjarna er hægt að virkja ýmsar vefþjónustur auk þess sem hægt er að útbúa séraðlagaðar vefþjónustur fyrir viðskiptavini sé þess óskað. Ef óskað er eftir að virkja einhverja af núverandi vefþjónustunum eða útbúa séraðlagar þjónustur skal senda póst á service@origo.is. 

Eftirtaldar vefþjónustur er hægt að virkja í Kjarna:

  • Breytingasaga. Hægt er að fletta upp t.d. hvaða notendur hafa verið að breyta færslum í kerfinu. 
  • Launavefþjónusta. Skilar launagögnum úr Kjarna. 
  • Skuldbinding. Skilar gögnum um samtals skuldbindingu niður á bókunarmánuð og kostnaðarstöð.
  • Listi yfir næstu námskeið. Hægt að nota til birtingar á næstu námskeiðum á innri vef.
  • Ráðningavefþjónusta. Skilar upplýsingum um umsækjendur. 
  • Skipuritsvefþjónusta - skipulagseiningar. Skilar skipuriti fyrirtækis út frá skipulagseiningum í Kjarna.
  • Skipuritsvefþjónusta - starfsmenn. Skilar skipuriti fyrirtækis út frá yfirmönnum. 
  • Starfsmannaleit. Hægt að nota til þess að leita að starfsmönnum í Kjarna út frá t.d. nafni, stöðu og skipulagseiningu. 
  • Starfsmannavefþjónusta með sögu. Skilar öllum færslum allra starfsmanna úr spjaldinu Tenging innan fyrirtækis
  • Starfsmannavefþjónustur. Skila núverandi upplýsingum um starfsmenn. Þjónusturnar eru tvær, önnur skilar núverandi upplýsingum um virka starfsmenn og hin skilar núverandi upplýsingum um alla starfsmenn, líka þá sem eru hættir. 
  • PayAnalytics vefþjónusta  Skilar gögnum úr skýrslunni Jafnlaunavottun.