Aðgerð sem skilar talningum á greiddum stöðugildum fyrir valið ár.

Um áramót óskar Origo eftir talningum á greiddum stöðugildum í Kjarna hjá viðskiptavinum.

Sú aðgerð er nú aðgengileg undir aðgerðir í Kjarna og heitir “Talning á greiddum stöðugildum”

 

Upp kemur valskjár þar sem árið sem birta á er valið

 

Smellt er á framkvæma og þá keyrist upp skýrsla sem birtir heildarstöðugildi valins árs niður á bókunarmánuð og fyrirtæki ef viðskiptavinur er með fleira en eitt í Kjarna. Efst í skýrslunni er birt samtala stöðugilda hjá öllum fyrirtækjunum í kerfinu.

Neðst í skýrslunni má sjá hvaða launaliðir reiknast til stöðugilda.

Skýrslan sendist til kjarni@origo.is með því að smella á “Senda póst”.