Umsóknarvefur

Þeir viðskiptavinir sem hafa sett upp ráðningarkerfið hafa fengið úthlutuðum umsóknarvef þar sem auglýsingar eru birtar. Ef kerfið er hýst hjá Origo er slóðin á vefinn https://nafnfyrirtækis.umsokn.is. Ef kerfið er hýst innanhús hjá viðskiptavinum er vefurinn settur upp í samráði við vefdeild viðskiptavina.

Möguleiki er að birta auglýsingar á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis í gegnum XML. Hlekkur á XML er https://vidskiptavinurapi.umsokn.is/api/RCAdvertCompanies (nafn viðskiptavinar er sett í stað "vidskiptavinur"). 

Á umsóknarvefnum birtast allar auglýsingar þar sem umsóknarfrestur er enn í gildi og hakað er við Birt á ytri vef. Sjá upplýsingar fyrir client: stofnspjaldi auglýsingar eða fyrir vef:Stofnspjald auglýsinga.
Umsóknarferlið hefst á því að smella á Sækja um starf hnappinn.

Einnig er möguleiki að deila auglýsingunni á facebook með því að velja 

Þegar auglýsingu er deilt á Facebook þá þarf að kópera textann úr auglýsingunni inn í svæðið Segðu eitthvað um þetta, því þegar smellt er á linkinn á Facebook þá lendir maður beint á þeim stað sem umsókn er fyllt út.



Ath. að þrátt fyrir að hægt sé að smella á EN á umsóknarvef þá breytast spurningarnar sjálfar ekki yfir á ensku. Það eina sem fer yfir á ensku eru heiti á hnöppunum:

Ef spurningar eiga að að birtast á ensku þá þarf að setja ensku inn í spurningarnar sjálfar á auglýsingunni (eða sniðmátin sem valin eru inn í auglýsinguna), sjá nánar neðst á þessari síðu hér.