Flytja tíma

Flytja tíma

Flutningur á stimplunum/skráningum yfir í launahlutann í Kjarna client er gerður í þremur skrefum.

  1. Þegar stjórnandi/tímastjóri er búinn að yfirfara tíma sem eiga flytjast í launakerfið, er farið í flipann Flytja tíma og rétt tímabil er valið úr fellilista.

image-20240129-104018.png

2. Í skrefi tvö fær stjórnandinn upp lista yfir undirmenn og sundurliðun á færslur og launaliði.

image-20240129-104605.png

Ef allt er rétt, þá er smellt á Senda og svo Áfram ef senda á tímana, Hætta við ef ekki á að senda tímana.

Ef engir tímar eru til staðar fyrir það tímabil sem er sótt þá kemur athugasemd þess efnis, Engir tímar til að flytja yfir í launakerfi.

Mögulegar ástæður gætu verið að færslur hafa nú þegar verið sendar yfir í launakerfið, starfsfólk er með laun í föstum liðum eða skoða þarf vinnutímaspjald starfsfólks. Í svona tilfellum er best að hafa samband við launadeild/starfsmannaþjónustu fyrirtækisins.

3. Þegar búið er að velja Áfram er komið í þriðja skrefið og eru færslur komnar í bunka og birtast í innlestrarflipanum í client. Þar er hægt að yfirfara skráningar í bunkanum og flytja í launakerfið.

 

Bunkar sem fluttir eru frá Viðveru til launa koma inn í bunkayfirlit með stöðuna “Í lagi”

Þessi staða uppfærist þegar bunkinn hefur verið fluttur í skráningu. Ef allar færslur eru fluttar verður staðan “Flutt í skráningu”

En ef athugasemdir koma við einhverjar færslur í bunkanum þá birtist einhver af þeim í stöðu svæðinu og gefur þá til kynna að allur bunkinn er ekki frágengin.

 

Flytja tíma - aftur

 

Ef einhverra hluta vegna þarf að flytja tíma aftur yfir í launakerfið koma upp villuboð þar sem þegar er búið að flytja færslurnar yfir.

Til að flytja færslurnar aftur þarf að taka “lás” af þeim. Það er gert í eftirfarandi skrefum:

  1. Farið í Tímaskráningar á vef og hafa töflusýnina valda.

  1. Þar er hakað í reitinn fyrir framan “Starfsmaður” ef það á að uppfæra alla, annars er hægt að velja einn og einn. Ýta á “Uppfæra” og í glugganum sem opnast þarf að setja inn bunkanúmerið 0

  1. Ýta á vista og þá koma skilaboð efst í hægra horni hversu margar færslur voru uppfærðar.

 

Nú er hægt að byrja ferlið aftur, lagfæra tíma ef þarf og flytja í launakerfi.