Rafrænar undirritanir 23.1.1

Enskum texta bætt við ítrekunarpóst

APPAIL-9622

Enskum texta var bætt við í tölvupóstinn sem fer út þegar undirskrift er framlengd.

Svæðum bætt við í listann Undirskriftir

APPAIL-9537

Svæðum hefur verið bætt við í listann Undirskriftir. Hægt er að bæta þessum svæðum við listann með því að fara í Sýnileg gögn.

Eyða undirritun

APPAIL-7632

Núna er hægt að eyða út undirritun sem hefur verið send út. Er það gert með því að haka við viðkomandi línu í listanum Undirskriftir og velja Eyða undirskrift. Athugið að ef skjal sem sent var í undirritun var með fleiri en einn undirritanda þá þarf að eyða út öllum línum tengt þessari undirskrift til að skjalið eyðist alveg af starfsmanni (eiganda skjals).

Gildum bætt við í mail merge

APPAIL-9355

Bætt var við gildum tengt orlofsreikning í mail merge.