Ráðningar 23.1.1

Töfluhaus festur í nokkrum listum

APPAIL-9618

Töfluhaus er nú fastur þegar skrollað er niður eftirfarandi lista; Töflusýn auglýsinga, Umsóknir og svör (í úrvinnslu umsókna), Umsækjendur og Ráðningarferli.

Listi í tímaröð á stöðuborði

APPAIL-9298

Núna kemur listinn á stöðuborði sjálfkrafa í tímaröð en áður kom hann sjálfkrafa í stafrófsröð. Ef notendur vilja frekar hafa listann í stafrófsröð þá helst sú stillingin inni þrátt fyrir að notandinn skrái sig út. Ef aftur á móti notandinn endursetur stillingar þarf að velja aftur inn röðun stafrófsröð.

Hægt að breyta/eyða út athugasemd

APPAIL-9398

Bætt hefur verið við virkni að núna er hægt að breyta/eyða athugasemd sem skráð er á umsækjanda/umsókn.

Magnráðning

APPAIL-9520

Núna er hægt að magnráða umsækjendur. Á þetta við ef ráða á marga umsækjendur á sömu stöðu og með sömu upplýsingar sem eru í ráðningarferlinu. Athugið að þessi ferill er alveg eins og aðrir ferlar nema það er ekki hægt að fylla inn upplýsingar um banka. Ef óskað hefur verið eftir gögnum frá umsækjanda og hann skilað þeim inn þá koma þær upplýsingar ekki fram í þessum ferli. Þau gögn sem skráð eru í magnráðningarferlinum eru þau gögn sem vistast í spjöld þeirra starfsmanna sem ráðnir eru með þessum hætti. Ef umsækjandi hefur skilað inn gögnum og það á að vista þau gögn á umsækjandann þarf að nota venjulegan ráðningarferil, ekki magnráðningu.

Ráðningarferli - fleiri færslur fyrir lífeyrissjóð, stéttarfélög og skattkort

APPAIL-9322

Núna er hægt að bæta við fleiri færslum fyrir lífeyrissjóð, stéttarfélög og skattkort í ráðningarferlinu. Ef um tilfærslu er að ræða eru allar færslur sóttar sem til eru í þessum spjöldum og ef verið er að bæta við starfi eru allar færslur fyrir skattkort sótt.

Ráðningarferli - Launaflokk og þrep breytt í innsláttarsvæði

APPAIL-9557

Breyting var gerð í skrefinu fyrir grunnlaun í ráðningarferlinu að núna er launaflokkur og þrep innsláttarsvæði en ekki fellival líkt og var áður. Launaupphæð birtist því ekki lengur í þessu skrefi.