Launaseðlar

Afhendingamáta launaseðla til starfsmanna er hægt að stilla í spjaldinu Starfsmaður undir flipanum Launakerfi. Sjálfgefið gildi er launaseðill í netbanka en hægt er að velja einn möguleika úr lista.

  1. Í netbanka

  2. Í pósti

  3. Í netbanka og pósti.

Hér er einnig hægt að velja tungumál, íslensku eða ensku fyrir útprentaða og vistaða launaseðla ( til birtingar á starfsmannavef ). Launaliðir þurfa að vera með heiti á báðum tungumálum í sama textasvæði t.d Mánaðarlaun/Monthly pay. Launaseðlar í netbanka eru eingöngu á íslensku.

Ef verið er að vinna með starfsmenn í fleirra en einu starfi er hægt að skipta launaseðlinum upp eftir stöðum með því að setja inn stillingu í Gildi. Einnig er hægt að birta heiti kostnaðarstöðvar í hausnum með því að setja inn aðra stillingu í Gildi til viðbótar. Til þess að fá inn þessa virkni er best að hafa samband við ráðgjafa Origio með því að senda beiðni á netfangið service@origo.is

 

Launaseðlar eru aðgengilegir á nokkrum stöðum í Kjarna.

  • Í starfsmanntré í spjaldinu Launaseðlar. Þetta spjald geymir alla vistaða launaseðla starfsmanns. Héðan er hægt að senda launaseðla í tölvupósti eða prenta út fleiri en einn í einu.

  • Vinstramegin neðst við hringinn er textinn Launaseðlar. Þegar smellt er á textann opnast valskjár og þar er hægt að velja ákveðna starfsmenn eða keyra alla seðla fyrir valda útborgun. Ef útborgun er opin kemur sjálfgefið gildi Sótt úr Launakeyrslu, ef búið er að loka útborgun kemur sjálfgefið gildi Sótt úr Skjalaskáp.

  • Sami valskjár opnast ef hægri smellt er á útborgun í útborgunartré og þar valið Launaseðill

  • Í launaskráningu eru tveir möguleikar á að skoða launaseðla.

    • annars vegar er hnappur í tækjaslá sem heitir Launaseðill og hann opnar launaseðil úr valinni skráningu ef búið er að vista launaseðil í skjalaskáp opnast vistaður launaseðill.

    • hins vegar er hnappur í tækjaslá sem heitir Útborganir, þessi hnappur opnar yfirlit yfir útborganir valins starfsmanns. Ef tvísmellt er á línu opnast launaeðill þeirrar útborgunar ef búið er að vista launaseðil í skjalaskáp opnast vistaður launaseðill.

  • Í samþykktarferli launa geta yfirmenn haft aðgang að launaseðlum sinna starfsmanna.