Stimpilklukka
Viðskiptavinir geta stofnað fleiri en eina stimpilklukka eftir fjölda starfsstöðva. Þegar stimpilklukkan er stofnuð í Kjarna þá er hægt að skrá eftirfarandi upplýsingar:
Nafn stimpilklukku, t.d. staðsetning, sem birtist á skjá þar sem starfsmenn stimpla sig inn/út
Skilaboð til upplýsinga fyrir starfsmenn, t.d. um að skanna þurfi kortið til að stimpla sig inn/út
Skilaboð inn er texti sem birtist á skjánum þegar starfsmaður hefur stimplað sig inn
Skilaboð út er texti sem birtist á skjánum þegar starfsmaður hefur stimplað sig út
Lágmarkstími ef ekki má líða styttri tími áður en starfsmaður skráir sig út eftir að hafa stimplað sig inn (Valkvætt)
Hámarkstími ef ekki má líða lengri tími áður en starfsmaður skráir sig út eftir að hafa stimplað sig inn (nauðsynlegt að setja inn svo hægt sé að stimpla sig út)
Lykill er tenging við viðkomandi útstöð
Tegund stimplunar nr. er sú tegund sem tengd er á stimpilklukkuna og allar inn- og útstimplanir í gegnum klukkuna skrást á þessa tegund
Uppsetning á kiosk fyrir stimpilklukku
Viðskiptavinir útvega sjálfir skjá/tölvu/spjaldtölvu og skanna/kortalesara til að nota fyrir stimplanir. Klukkuforritið keyrir bara á Windows, Linux og macOS tölvum (en ekki MacIOS ipödum).
Ef nota á skanna/kortalesara er mælt með hann sé keyptur hjá sama öryggisfyrirtæki og aðgangskortin koma frá. Kortanúmer þarf að vera skráð í svæðið Aðgangsskort í launamannanúmersspjöld starfsmanna í Kjarna client svo starfsmenn geti skannað kortið sín.
Ef ekki á að nota skanna/kortalesara geta starfsmenn stimplað sig inn og út með kennitölu með því að smella á hnappinn Ég er ekki með kortið mitt (efst uppi í hægra horninu á skjánum)
Þegar kiosk er sett upp þarf að byrja á því að sækja klukkuforritið á þessa slóð; https://kjarni-stable.starfsmenn.is/punch-clock/downloads/Kjarni%20Setup%2022.1.2.exe
Svo er farið í gegnum þrjú skref:
Setja inn tengistreng á kerfið - https://vidskiptavinur-api.starfsmenn.is
Velja inn notanda (notandanafn og lykilorð sett inn) sem ráðgjafi Kjarna hefur útvegað viðskiptavini.
Velja inn stimpilklukkuna (það þarf að vera búið að setja klukkuna upp í client undir Viðvera > Stimpilklukka)
Sýnishorn af sjónarhorni starfsmanns í stimpilklukku kiosk: