Stimpilklukka

Viðskiptavinir geta stofnað fleiri en eina stimpilklukka eftir fjölda starfsstöðva. Þegar stimpilklukkan er stofnuð í Kjarna þá er hægt að skrá eftirfarandi upplýsingar:

  • Nafn stimpilklukku, t.d. staðsetning, sem birtist á skjá þar sem starfsmenn stimpla sig inn/út

  • Skilaboð til upplýsinga fyrir starfsmenn, t.d. um að skanna þurfi kortið til að stimpla sig inn/út

  • Skilaboð inn er texti sem birtist á skjánum þegar starfsmaður hefur stimplað sig inn

  • Skilaboð út er texti sem birtist á skjánum þegar starfsmaður hefur stimplað sig út

  • Lágmarkstími ef ekki má líða styttri tími áður en starfsmaður skráir sig út eftir að hafa stimplað sig inn

  • Hámarkstími ef ekki má líða lengri tími áður en starfsmaður skráir sig út eftir að hafa stimplað sig inn

  • Lykill er tenging við viðkomandi útstöð

  • Tegund stimplunar nr. er sú tegund sem tengd er á stimpilklukkuna og allar inn- og útstimplanir í gegnum klukkuna skrást á þessa tegund