Stimplun

Í þennan lista skrást allar inn- og útstimplanir starfsmanna úr stimpilklukku, stimplanir frá starfsmannavef og einnig handskráðar færslur á vef. Þarna geta notendur breytt núverandi færslum og/eða handskráð nýjar færslur.

Færslur eru handskráðar með því að smella á græna plúsinn, þeim er breytt með því að smella á ´blýantinn´ efst á stikunni. Í báðum valmyndum er hægt að velja Tegund stimplunar (Veikindi, Veikindi barna, Sumarfrí osfrv.) þegar færsla er skráð.