Launaáætlun á vef

Hægt er að gefa stjórnendum aðgang að launaáætlun á vef.

Launaáætlunin sjálf hefur þá áður verið stofnuð í Kjarna client af launafulltrúa og þekkt gildi skráð í hana.

Aðgangi stjórnenda að launaáætlun er stýrt frá skipuriti og með stillingum á hlutverki. Sjá nánar um aðgangsstýringar hér: https://kjarni.atlassian.net/wiki/spaces/KJAR/pages/54596706

 

Stillingar:

Eins og áður sagði er launaáætlun stofnuð í Kjarna client og þekkt gildi skráð í hana með þeim aðferðum sem til eru . Sjá nánar hér: https://kjarni.atlassian.net/wiki/spaces/KJAR/pages/21954571

Til þess að áætlun birtist stjórnanda á vef þarf hlutverkið sem hann er með að gefa aðgang að launaáætlun. Hlutverkið “Yfirmaður með laun” sem margir stjórnendur eru með kemur ekki sjálfgefið með þeim aðgangi.

Hægt er að fá aðstoð með stillingar hjá ráðgjöfum Origo með því að senda póst á service@origo.is.

Einnig þarf að skrá í Stillingar - Gildi, vísisnúmer þeirrar áætlunar sem er til vinnslu. Ef um fleiri en eina áætlun er að ræða er sett komma milli númera en ef verið er að áætla fyrir fleiri en eitt fyrirtæki er sett inn skipun fyrir hvert fyrirtæki með númeri fyrirtækis og vísisnúmeri áætlunar.

Breytingar sem launafulltrúi gerir á áætlun meðan á vinnslu hennar stendur verða sýnilegar stjórnendum á vef um leið og þær hafa verið vistaðar í client.

 

Vefur:

Stjórnandi fer með músina yfir táknið $ og velur Launaáætlun og fær þá upp þær áætlanir sem skilgreindar eru til birtingar

Stjórnandi sem fer inn á áætlun á vef sér upphafsvalmyndir allra áætlana sem skilgreindar hafa verið til birtingar. En hann getur eingöngu opnað þær áætlanir sem hann hefur aðgang að útfrá skipuriti.

Í yfirlitsmynd áætlunar birtist heildarfjárhæð  áætlunar fyrirtækis. Smellt er á þá mynd til að komast inn í færslur þeirra starfsmanna sem stjórnandi hefur aðgang að. Einnig er hægt að fella valið saman.

Hægt er að raða birtingu færslna niður á kostnaðarstöð, skipulagseiningu eða stöðu efst í hægra horni undir “hópa eftir”. Sá hópur er valinn birtist þá með samtölum áætlaðra launa og gjalda ásamt fjölda stöðugilda.

Smellt er á örina fyrir framan valinn hóp til að komast inn í færslur launþega og þar er hægt að bæta við línum, eyða eða breyta.

Þarna er hægt að smella á plús til að stofna nýja færslu. Þá kemur þessi valmynd upp:

Þarna er hægt að velja inn launalið sem skilgreindur hefur verið í Kjarna client þegar áætlun er stofnuð.

Sett er inn eining eða upphæð og hakað í þá mánuði sem færsla á að stofnast í.

Eftir að færslum hefur verið bætt við, þeim breytt eða eytt þá verður reikna hnappurinn gulur og í hægra horni kemur upp melding um að það þurfi að endurreikna.

Eftir að stjórnandi hefur gert breytingar í áætlun og smellt á “Reikna” verður breytingin sýnileg launafulltrúa í Kjarna client.

Skýrslur

Í upphafsvalmynd áætlunar á vef er aðgengilegar tvær skýrslur fyrir birtar áætlanir.

Þegar smellt er á hnappinn “Skýrslur” fyrir valda áætlun þá kemur upp val um skýrsluna áætlun eða Áætlun/raun samanburður

Skýrslan Áætlun birtir sjálfgefið fjárhæðir niður á kostnaðarstöð og bókhaldslykil.

Hægt er að breyta valinu og smella á fríska til að fá aðra birtingu.

Þeir valmöguleikar sem hægt er að velja eru: Bókhaldslykill, Kostnaðarstöð, Launaliður, Launamaður og Skipulagseining.

Einnig er hægt að velja um að birta Upphæð, einingar, tíma eða stöðugildi.

Þegar kostnaðrstöð er sprengd út til að sjá niðurstöður fyrir bókhaldslykil birtast þær niðurstöður í öðrum lit.

Rétt númeraröð er birt með örina upp (Sjá mynd - Kostnaðarstöð nr) og öfuf röðun er birt með örina niður (Sjá mynd - Bókhaldslykill)

 

Hægt er að taka skýrsluna út í excel með því að smella á excel táknið í hægra horni. Þá kemur upp valskjár þar sem hægt er að breyta um fyrirsögn á skjali, setja inn lýsingu og velja í hvernig litum það opnast.

Excel skjalið opnast útsprengt miðað við þau atriði sem valin eru. I þessu tilfelli Kostnaðarstöð og bókhaldslykill:

 

Skýrslan Áætlun/Raun samanburður ber saman raun launakostnað við valda áætlun.

Í svæðið launaögn ár þarf að velja sama ár og valinn áætlun er að vinna með til að fá réttan samanburð.

Ef verið er að birta áætlun fyrir árið 2023 þá er valið að birta launagögn fyrir sama ár.

Þessi skýrsla virkar með sama hætti og skýrslan hér að ofan. Ef vali er breytt þá þarf alltaf að smella á fríska til að fá aðra birtingu.

 

Skýrslan Dálkalistar bíður uppá marga möguleika í skýrslugerð, bæði fyrir áætun og laun.

Það þarf að byrja á að stofna dálkalista í Kjarna client svo að hægt sé að vinna með þessa skýrslu. Dæmi um dálkalista fyrir skýrsluna eru:

  • Áætlun - birtir fjárhæðir fyrir valda áætlun

  • Áætlun/Áætlun - birtir fjárhæðir fyrir tvær valdar áætlanir til samanburðar

  • Laun/áætlun - birtir samanburð valinnar áætlunar við laun útfrá skilgreindu vali

  • Laun - birtir fjáhæðir launa útfrá skilgreindur vali

  • Laun/laun - Birtir fjárhæðir tveggja valinna útborgana

Ráðgjafar Origo geta aðstoðað við að stofna og stilla dálkalista ef send er beiðni þess efnis á service@origo.is

 

Þegar smellt er á framkvæma birtist fyrst valskjár þar sem velja þarf dálkalista, skilyrði og niðurbrot áður en smellt er á fríska til að fá inn gögnin.

Valskjárinn opnast alltaf með þeim skilyrðum sem síðast voru valin. Niðurbrotin sem hér er hægt að velja geta verið allt að fjögur.

Einnig er hægt að vera með fyrirfram skilgreint niðurbrot í dálkalistum áætlunar. Þau eru skilgreind á dálkalistanum sjálfum undir skýrslur í client.

Ráðgjafar Origo geta aðstoðað við það.

Hér að neðan er dæmi um skýrslu sem birtir samanburðá áætlun og launum tveggja ára fyrir fjóra mánuði.

Niðurbrotin í valinu eru Mánuður, Kostnaðarstöð, Launamaður og Launaliður og hægt er að bora sig niður með því að smella á plúsana fyririr framan völdu skilyrðin.