Útprentun á viðhengjum umsækjenda
Hægt er að prenta í einu lagi öll eða valin viðhengi fyrir hóp umsækjenda.
Viðhengin er hægt að prenta út úr listunum Umsóknir og Auglýsingasvör með því að smella á prenthnappinn við hlið aðgerðahnappsins á tækjaslá.
Viðeigandi umsækjendur eru valdir með því að velja línurnar í listanum. Hægt er að velja marga með því smella með músinni fyrir framan línu í listanum, halda músarhnappnum inni og draga niður. Ef sleppa á einhverjum þá er ctrl hnappi haldið inni og smellt á þann næsta sem á að velja. Til að sleppa umsækjanda sem þegar hefur verið valinn þá er ctrl hnapp haldið inni og aftur smellt fyrir framan línu þess umsækjanda.
Þegar umsækjendur hafa verið valdir er smellt á prenthnappinn.
Hakað er við þær viðhengjategundir sem prenta á út og svo smellt á Prenta hnappinn.
Kjarni umbreytir viðhengjunum í pdf skjöl og þau prentuð út í einu lagi.