Starfsmenn

Starfsmenn

Undir Mötuneyti og verslanir > Starfsmenn er hægt að sjá lista yfir starfsmenn, færslur mötuneyti, færslur verslun og gesti fyrirtækis.

Undir flipanum Starfsmenn er listi yfir starfsmenn, þar er hægt að sjá hvort starfsmaður sé í áskrift eða ekki. Undir flipanum Sýnileg gögn er hægt að velja inn þá dálka sem notandi kýs að birtist í sjónarhorninu og í hvaða röð.

 

Undir flipunum Færslur mötuneyti og Færslur verslun er hægt að velja tímabil og flytja færslur í laun. Einnig er hægt að taka listann út í excel.

 

Þegar flytja á færslur í laun er tímabilið sem um ræðir valið inn og svo smellt á hnappinn Flytja í laun, þá opnast gluggi með valmöguleikum um að senda bara þær færslur sem ekki hafa verið sendar áður eða að senda allar færslur.

 

image-20250102-132146.png

 

Glugginn sem opnast þegar verið er að flytja í laun undir Færslur verslun er örlítið frábrugðinn. Þá kemur upp valmöguleiki að haka í “Draga saman færslur per launalið”. Þetta getur verið þægilegt þegar hver starfsmaður er með margar línur.

Með því að haka í þann möguleika þá flytjast vörufærslurnar í bunka samandregnar á launalið.

image-20250102-133313.png

Ef starfsmenn með tegund ráðningar Ytri aðili eiga til færslur í mötuneyti eða verslun þá fara þessar færslur ekki í bunkann.

 

Þegar búið er að smella á “Senda” myndast bunkinn í Kjarna client undir innlestur.

Smellt er á Innlestur fyrir utan launahring og í flæðiriti innlestrar er smellt á Laun þar sem yfirlit allra bunka er.

Mötuneytisbunkar myndast þarna með heitinu TeriaEmployee. Smellt er á bunkann og farið í aðgerðarhjólið og þar valið að Skoða bunka

Þarna er hægt að skoða færslurnar og gera lagfæringar ef þarf. Síðað er bunkinn fluttur í launaskráningu með því að smella á

Senda bunka í launaskráningu.

 

Undir flipanum Gestir fyrirtækis er hægt að velja tímabil og taka listann út í excel.