Verslanir

Undir Mötuneyti og verslanir > Verslanir er hægt að stofna verslanir og vörur.

Ný verslun er stofnuð með því að smella á Stofna verslun. Þar er skráð inn nafn verslunar og launaliður valinn inn.

Hægt er að breyta upplýsingum í verslun með því að smella á blýantinn og eyða verslun með því að smella á ruslatunnuna.

 

Undir flipanum Vörur er listi yfir þær vörur sem búið er að stofna og í þeim lista sést verð vörunnar og í hvaða verslunum hún er seld.

 

Ný vara er stofnuð með því að smella á Stofna vöru. Þar er sett inn nafn og verð vörunnar og sölustaðir valdir.

Hægt er að breyta upplýsingum á vörum með því að smella á blýantinn og eyða vörum með því að smella á ruslatunnuna.