Kiosk fyrir Teríu mötuneytislausn

Viðskiptavinir útvega sjálfir skjá/tölvu/spjaldtölvu og skanna/kortalesara til að nota fyrir skráningar í mötuneyti og verslun. Ath. að eingöngu er hægt að setja upp Kiosk í Windows umhverfi.

Mælt er með að skanni/kortalesari sé keyptur hjá sama öryggisfyrirtæki og aðgangskortin koma frá.

Ath. Svo starfsmenn geti skannað kortin sín þá þarf kortanúmerið að vera skráð í svæðið Aðgangsskort í launamannanúmersspjöld starfsmanna í Kjarna client.

 

Teríu kiosk er svo sótt á þessa slóð:  https://kjarni-stable.starfsmenn.is/kiosk/downloads

Smellt er á Sækja hnapinn.

Í stillingum þarf að setja inn slóð á kerfi viðkomandi viðskiptavinar: https://viðskiptavinur-api.starfsmenn.is, ásamt notanda og lykilorði. Einnig þarf að velja við hvaða mötuneyti/verslun á að tengja viðkomandi tölvu við.

Ef viðskiptavinir vilja láta setja upp Teríu notanda sem gefur eingöngu aðgang að Teríu þá þarf að senda inn beiðni þess efnis á service@origo.is

Starfsmenn skrá sig í mötuneyti/verslun með því að skanna kortið sitt. Einnig er hægt að skrá sig inn með því að stimpla inn kennitölu og/eða kortanúmer ef kortið gleymist.

Sýnishorn af sjónarhorni starfsmanns í mötuneyti:

Gleymdi korti:

Sýnishorn af sjónarhorni starfsmanns í verslun: