Ytri viðskiptavinir

Undir Mötuneyti og verslanir > Ytri viðskiptavinir er hægt að sjá lista yfir ytri viðskiptavini, færslur mötuneyti, færslur í verslun og fyrirtæki.

Byrjað er á því að stofna fyrirtæki. Það er gert með því að smella á hnappinn Bæta við undir flipanum Fyrirtæki.

 

Nýir ytri aðilar eru stofnaðir með því að smella á hnappinn Bæta við undir flipanum Ytri viðskiptavinir. Þar er hægt að merkja við hvort viðkomandi aðili má skrá aðra eða ekki og einnig hægt að virkja og óvirkja ytri viðskiptavini.

Hægt er að Breyta upplýsingum um Ytri viðskiptavin með því að smella á blýantinn og eyða út ytri viðskiptavin með því að smella á ruslatunnuna.

 

Undir flipanum Færslur í mötuneyti og Færslur í verslun er yfirlit yfir færslur í mötuneyti og verslun ytri viðskiptavina, þar er hægt að velja tímabil og taka lista út í excel.

 

Hægt er að gefa ytri aðilum aðgang að þessum upplýsingum fyrir sitt fyrirtæki sem takmarkast þá við flipana Ytri viðskiptavinir, Færslur mötuneyti og Færslur verslun. Ef óskað er eftir aðgangi fyrir ytri aðila skal senda beiðni á service@origo.is