Stofna bréf - Email template fyrir áminningar

Textinn sem kemur í áminningarpósti er sóttur í EmailTemplate í kerfinu. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar um hvernig nýtt bréf er stofnað. 

Tegundir bréfa

Með kerfinu koma ákveðnar tegundir bréfa. Til að stofna nýja tegund bréfs er farið í Kjarni → Stofnskrár → Tegundir bréfa

Þær tegundir sem koma með kerfinu eru með enskt heiti í Gildi og íslenska heitið í Tegund bréfs. Það má setja íslenska heitið í báða reitina en best er að hafa ekki séríslenska stafi í Gildi.


 

 

Bréf

Til að stofna bréf er farið í Kjarni → Stofnskrár → Bréf

Tegund texta: Tegund bréfsins (í þessu dæmi væri notað Réttindi eða Áminningar)

Lýsing: Hér er gott að hafa sömu lýsingu og á áminningunni sjálfri. Í dæminu hér til hliðar er verið að útbúa bréf sem á að sendast út þegar starfsmaður er að koma úr fæðingarorlofi. Lýsingin er því sú sama og á áminningunni, Endurkoma úr fæðingarorlofi.

Setja þarf inn það netfang sem pósturinn á að sendast frá.

Í efni er sett Subjectið á tölvupóstinum sem er sendur.

Að endingu er viðeigandi texti settur inn.