MyTimePlan

Viðskiptavinir geta haft tengingu á milli Kjarna og MyTimePlan. Ef óskað er eftir því að virkja slíka tengingu skal senda póst á service@origo.is.

Stofnun og uppfærsla starfsmanns

Tengingin virkar þannig að þegar starfsmaður er stofnaður í Kjarna þá stofnast hann einnig í MyTimePlan og þegar starfsmaður er uppfærður í Kjarna þá uppfærist hann líka í MyTimePlan. Haka þarf í svæðið Starfsmaður í MyTimePlan í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis eða í ráðningarferlinu á Kjarna vef svo starfsmaður flytjist/uppfærist í tímaskráningakerfinu. Þegar starfsmaður hættir óvirkjast hann í MyTimePlan, þ.e. endadagsetning kemur á vinnuskyldu hans í MyTimePlan.

Hægt er að stofna starfsmenn á annað hvort á skipulagseiningu eða stöðu í MyTimePlan. Er það þá stillt í Kjarna hvort gildið fer í externalId svæðið í MTP. Sama gildi kemur líka sem starfsheiti (Position) í MTP.

Hægt er að stofna starfsmenn á ákveðinni vinnuskyldu sem þyrfti þá að uppfæra í MyTimePlan ef starfsmaðurinn á að fá aðra vinnuskyldu en þetta sjálfvalda gildi. Vinnuskyldan er einungis send yfir við stofnun á starsfmanni en ekki þegar hann er uppfærður. Þetta er stilling sem setja þarf inn í Kjarna.

Tímafluttningur

Hægt er að setja inn stillingar svo að tímar flytjist frá MyTimePlan í Kjarna.

Stofna þarf notanda fyrir MTP og útbúa sérstakt hlutvek fyrir tímafluttninginn. Ráðgjafar Origo aðstoða við það.

Flytja launaupphæðir frá Kjarna yfir í MTP - Skýrsla

Hægt er að setja inn stillingar til að birta launafjárhæðir í skýrslu sem útbúin var af MTP fyrir notendur.

Fjárhæðir uppfærast í skýrslu þegar breytingar verða á grunnlaunaspjaldi og föstum liðum.

Ef um hækkun á launatöflu er að ræða þá þarf að triggera þá breytingu handvirkt í MTP. Hækkanir á launatöflum fara ekki sjálfkrafa yfir í MTP.