Vinnustund

Gögn í Vinnustund

Eftirfarandi gögn þarf að flytja yfir í Vinnustund til þess að starfsmaður/starf skili sér yfir.

Fyrirtæki (OrgCompany)

  • Fyrirtæki nr. 
  • Fyrirtæki nafn
  • Samstæða nafn


Skipulagseining (OrgCompanyUnit)

  • Skipulagseining nr. 
  • Skipulagseining nafn
  • Fyrirtæki nr. 



Starfsmaður (EmployeeMaster)

  • Starfsmannanúmer
  • Kyn
  • Nafn
  • Kennitala
  • Heimasími
  • Farsími
  • Vinnusími
  • Vinnunetfang
  • Fæðingardagur
  • Upphafsdagur
  • Lokadagur

Tenging innan fyrirtækis (EmployeeDetailOrg)

  • Launamannanúmer
  • Starfsmannanúmer
  • Fyrirtæki nr. 
  • Skipulagseining nr. 
  • Starfsaldur til launa
    • skilar 01.01.1970 ef ekki skilgreint
  • Yfirmaður nr. 
    • sá fyrsti í listanum ef fleiri en einn
  • Upphafsdagur
  • Lokadagur
  • Kjarasamningur nr. 
  • Staða nr. 

Grunnlaun (EmployeeDetailBasicPay)

  • Kjarasamningur nr.

  • Kjarasamningur nafn


Vinnutími (EmployeeDetailWorkingHour)

  • Vísir vinnutímafærslu
  • Launamannanúmer
  • Starfshlutfall
  • Fyrirtæki nr. 
  • Upphafsdagur
  • Lokadagur

Stofngögn

Eftirfarandi skipanir er hægt að keyra til þess að flytja stofngögn yfir í Vinnustund. Þær eru keyrðar með því að skrá þær í skipanalínuna neðst í vinstra horni Kjarna og smella á enter. 


Fyrirtæki

TMOrgCompany.CreateAll

Sendir fyrirtæki yfir í Vinnustund. Þessa skipun má keyra oft til þess að uppfæra fyrirtæki, bæði ef ný eru stofnuð eða gömlu er breytt. 

Skipulagseiningar

TMOrgCompanyUnit.CreateAll

Sendir skipulagseiningar í Vinnustund. Þessa skipun má keyra oft til þess að uppfæra skipulagseiningar, bæði ef nýjar eru stofnaðar eða gömlu er breytt.

Kostnaðarstöðvar

TMOrgCompanyCostCenter.CreateAll

Sendir kostnaðarstöðvar í Vinnustund. Þessa skipun má keyra oft til þess að uppfæra kostnaðarstöðvar, bæði ef nýjar eru stofnaðar eða gömlu er breytt.

Stöður

TMOrgCompanyUnitPosition.CreateAll 

Sendir stöður í Vinnustund. Þessa skipun má keyra oft til þess að uppfæra stöður, bæði ef nýjar eru stofnaðar eða gömlu er breytt.

Launaliðir

TMPayWage.CreateAll

Sendir launaliði í Vinnustund. Þessa skipun má keyra ef það eru stofnaðir nýjir launaliðir en ekki er hægt að uppfæra launaliði sem eru þegar komnir í Vinnustund. Ef skipunin er keyrð aftur þá mun koma villa á þá launaliði sem eru komnir í Vinnustund. Nýju munu hinsvegar fara yfir. Ef launaliður er uppfærður í Kjarna þarf að heyra í starfsmönnum Advania og biðja þá um að uppfæra í Vinnustund.

Kjarasamningar

TMPayTable.CreateAll

Sendir kjarasamninga í Vinnustund. Þessa skipun má keyra ef það eru stofnaðir nýjir kjarasamningar en ekki er hægt að uppfæra kjarasamningar sem eru þegar komnir í Vinnustund. Ef skipunin er keyrð aftur þú mun koma villa á þá kjarasamninga sem eru komnir í Vinnustund. Nýju munu hinsvegar fara yfir. Ef kjarasamningur er uppfærður í Kjarna þarf að heyra í starfsmönnum Advania og biðja þá að uppfæra í Vinnustund.

Vinnutími

TMWorkingHour.CreateAll

Sendir vinnutíma í Vinnustund. Þessa skipun má keyra oft til þess að uppfæra vinnutíma, bæði vegna nýrra færslna er ef einhverju er breytt.

Starfsmenn

TMEmployee.CreateAll
Starfsmenn eru sendir yfir með skipuninni TMEmployee.CreateAll. Til þess að hægt sé að senda starfsmenn yfir þurfa öll ofangreind stofngögn að hafa verið send yfir í Vinnustund. 

Uppfærsla gagna í Vinnustund

Nokkur spjöld triggera uppfærslu í Vinnustund

  • Tenging innan fyrirtækis
    • Upplýsingar um starfsmanninn eru sóttar og sendar í Vinnustund
    • Sótt er gild færsla (í dag) í grunnlaunaspjaldi, stofnað í Vinnustund ef þarf, annars er lesinn kjarasamningur úr Vinnustund
      Þegar verið er að senda tengingu innan fyrirtækis er kjarasamningur fundinn út frá endadagsetningu færslunnar í tenging innan fyrirtækis. Lang þægilegast er ef saga kjarasamninga og saga tengingar innan fyrirtækis er í samræmi dagsetningarlega séð en ef það er ekki þá er miðað við kjarasamninginn sem er í gildi á lokadag tengingar innan fyrirtækis færslunni.
    • Náð er í fyrirtækið sem á við um færsluna í tenging innan fyrirtækis, stofnað í Vinnustund ef þarf
    • Náð er í skipulagseiningu sem á við um færsluna í tenging innan fyrirtækis, stofnað í Vinnustund ef þarf
    • Færslan tenging innan fyrirtækis er send í Vinnustund
      • Þetta er gert fyrir allar tenging innan fyrirtækis færslur sem þessi launamaður á
    • Náð er í allar vinnutímafærslur fyrir launamann og þær sendar í Vinnustund
  • Starfsmaður
    • Starfsmaður er sendur í Vinnustund
  • Grunnlaun
    • Náð er í kjarasamning sem er á færslu í grunnlaunaspjaldi, hún stofnuð í Vinnustund ef þarf, annars lesin úr kjarasamningi í Vinnustund
    • Náð er í tenging innan fyrirtækis færslu sem er í gildi í dag fyrir launamanninn sem verið er að skoða og hún send yfir í Vinnustund, stofnuð ef þarf.
  • Vinnutími
    • Allir vinnutímar sóttir fyrir launamann sem á færsluna sem er valin. Færslum eytt út og sendar í Vinnustund alveg eins og þegar Tenging innan fyrirtækis færslan er vistuð


Ávinnsla orlofs í Vinnustund.

Ef að það á ekki að vera orlofsávinnsla hjá öllum starfsmönnum sem fluttir eru í Vinnustund þarf að setja inn skipun í Stillingar - Gildi sem birtir glugga í orlofsspjaldi þar sem hægt er að setja hak fyrir þá sem eiga að ávinna sér orlof.

Þessi skipun er: TimeManagement.Vinnustund.ShowShouldEarnVacation og gildið fyrir birtingu svæðisins er true. Einnig er hægt að ákveða hvort að svæðið eigi sjálfgefið að koma með hak eða ekki. Sú skipun er : TimeManagement.Vinnustund.DefaultShouldEarnVacation.

Ef ekki á að vera hak í svæðinu er sett false í gildi annars er það true.