Eyða völdum umsóknum af auglýsingu

Til viðbótar við eyðingarforritið í Kjarna er einnig hægt að eyða handvirkt völdum umsóknum af auglýsingu.

Fljótlegast er að gera það á eftirfarandi hátt:

  1. Keyra upp listann Umsóknir fyrir viðkomandi auglýsingu, hliðarvalmynd Kjarni > Ráðningar > Umsóknir
  2. Smella á Select hnappinn á tækjaslánni
  3. Ljóma upp allar þær umsóknir á að eyða af auglýsingunni
  4. Smella á Eyða hnappinn á tækjaslánni
  5. Vista svo breytingarnar með því að smella á Vista hnappinn á tækjaslánni