Eyðing umsókna / umsækjenda
Kjósi fyrirtæki að geyma umsóknir og gögn umsækjenda í tiltekinn fjölda mánaða er hægt að eyða þeim sem eldri eru með því að keyra ákveðnar skipanir í kerfinu.
Áður en skipun er keyrð þarf að setja inn stillingu í flipann Stillingar → Gildi sem segir til um hversu gömlum umsóknum / umsækjendum á að eyða.
Stillingin í Stillingar → Gildi er:
RCApplicant.DeleteOlderThan → Í gildi er síðan sett inn sá mánaðarfjöldi sem á að miða við. Sem dæmi þá er sett 6 í reitinn gildi ef fyrirtæki vilja aðeins geyma umsóknir í 6 mánuði.
Upplýsingar um tölfræðina má sjá í hliðarvalmynd Kjarni - Ráðningar - Tölfræði
Eyða umsóknum
Til að eyða öllum umsóknum sem er eldri en sá mánaðarfjöldi sem tilgreindur er í Stillingar → Gildi er farið í hliðarvalmynd Kjarni - Ráðningar - Eyða gömlum umsóknum
Þessi aðgerð eyðir þá öllum umsóknum sem eru eldri en sá mánaðarfjöldi sem tilgreindur er í Stillingar → Gildi. Í dæminu hér fyrir ofan myndu eyðast allar umsóknir sem væru eldri en 6 mánaða. Kerfið fer í sömu skipun í gegnum alla umsækjendur í kerfinu sem eiga umsóknir. Ef að umsækjandi hefur ekki sent inn neina aðra umsókn á þessum mánaðarfjölda sem tilgreindur er þá eyðir kerfið öllum gögnum umsækjanda líka. Ef að umsækjandi hefur sótt um annað starf þá eyðist hvorki umsækjandinn né nýja umsóknin heldur aðeins allar umsóknir frá viðkomandi sem voru eldri en mánaðarfjöldinn sem tilgreindur var.
Skipun til að eyða umsækjendum
Til að eyða öllum umsækjendum sem eru eldri en sá mánaðarfjöldi sem tilgreindur er í Stillingar → Gildi er keyrð skipunin RCApplicant.DeleteOrphan
Skipunin eyðir þá öllum umsækjendum sem hafa ekki loggað sig inn á umsóknarvefinn á þeim mánaðarfjölda sem tilgreindur er í Stillingar → Gildi. Skipunin til að eyða umsóknum eyðir öllum þeim umsækjendum sem áttu umsókn, en hafi umsækjandi aldrei sent inn umsókn eyðist hann ekki út með þeirri skipun. Því þarf að keyra þessa skipun fyrir þá umsækjendur sem aldrei hafa átt umsókn.
Hægt er að setja þessar skipanir inn í reglulegar keyrslur þannig að notendur þurfi ekki að gera þær handvirkt. Vinsamlegast sendið beiðni á service@origo.is ef þið óskið eftir því að fá þær í slíkar keyrslur.
Til viðbótar við eyðingarforritin er einnig hægt að eyða handvirkt völdum umsóknum af auglýsingu. Sjá nánar hér.