Senda tölvupóst til umsækjenda

Hægt er að senda tölvupóst á hóp umsækjenda. Þetta á t.d. við ef ráðningu í tiltekið starf hefur verið frestað og tilkynna þarf umsækjendum um það.
Tölvupóst er hægt að senda umsækjendum úr listunum Umsækjendur, Umsóknir og Auglýsingasvör.
Tölvupósturinn getur byggt á sniðmáti, sjá kaflana Senda höfnunarbréf og Stofna/breyta bréfi, eða texti sleginn inn í tiltekið skipti án þess að byggt sé á sniðmáti sem þegar er til.
Viðeigandi umsækjendur eru valdir með því að velja línurnar í listanum. Hægt er að velja marga með því að smella með músinni fyrir framan línu í listanum, halda músarhnappinum inni og draga niður. Ef sleppa á einhverjum þá er ctrl hnappi haldið inni og smellt á þann næsta sem á að velja. Til að sleppa umsækjanda sem þegar hefur verið valinn þá er ctrl hnappi haldið inni og aftur smellt fyrir framan línu þess umsækjanda.
Þegar umsækjendur hafa verið valdir er smellt á aðgerðahnapp og þar valin aðgerðin Senda bréf.

Ef tölvupósturinn á að byggja á núverandi sniðmáti þá er sniðmátið valið í svæðinu Texti og það fyllist út í önnur svæði útfrá því sniðmáti sem var valið. Upplýsingum er hægt að breyta eftir því sem við á án þess að það hafi áhrif á sniðmátið.
Ef viðkomandi breytingar eiga aftur á móti að hafa áhrif á sniðmátið þá er hægt að vista ofan í sniðmátið með því að smella á hnappinn efst á tækjaslánni.
Ef ekki er byggt á núverandi sniðmáti þá er ekkert valið í svæðunum Texti og Tegund texta og ekkert skráð í Lýsing.
Hakað er við Vista í skjalaskáp, ef það á við, en tölvupósturinn vistast í spjaldið Samskipti hjá öllum þeim umsækjendum sem fá póstinn sendan.
Netfangið sem pósturinn á að sendast frá er skráður í svæðið Sendist frá og svo efni tölvupóstsins og meginmál í viðeigandi reiti.
Hægt er að sækja inn Mail Merge svæði ef við á með því að smella á hnappinn fyrir ofan meginmálið.