Höfnun umsækjenda

Höfnun umsækjenda fer fram í gegnum listann Umsóknir eða listann Auglýsingasvör.
Hægt að flokka eða sía umsóknalistann eftir auglýsingu til að vinna með eina auglýsingu í einu.

Viðeigandi umsækjendur eru valdir með því að velja línurnar í listanum. Hægt er að velja marga með því að smella með músinni fyrir framan línu í listanum, halda músarhnappinum inni og draga niður. Ef sleppa á einhverjum þá er ctrl hnappi haldið inni og smellt á þann næsta sem á að velja. Til að sleppa umsækjanda sem þegar hefur verið valinn þá er ctrl hnappi haldið inni og aftur smellt fyrir framan línu þess umsækjanda.
Þegar umsækjendur hafa verið valdir er smellt á aðgerðahnapp fyrir umsækjendur og þar valin aðgerðin Senda bréf.

Í svæðinu Texti er valið það /wiki/spaces/KJAR/pages/17400395 sem á að senda út. Hægt er að breyta bréfi við útsendingu og hefur það ekki áhrif á það sniðmát sem valið var heldur eingöngu bréfið sem sent er út í þetta tiltekna skipti.
Ef breytingarnar sem gerðar eru eiga að hafa áhrif á sniðmátið þá er hægt að vista ofan í sniðmátið með því að smella á hnapp efst á tækjaslánni.
Að lokum er smellt á hnappinn Senda bréf.
Höfnunarbréf vistast í skjalaskáp, ef tegund bréfsins er þannig merkt, auk þess sem bréfið vistast í spjaldið Samskipti.

Ef senda á höfnunarbréf frá öðru netfangi en skilgreint er í Senda frá er því breytt þegar bréfið er sent út. Hefur þessi breyting ekki áhrif á sniðmátið heldur eingöngu í þetta tiltekna skipti.