Ráðning
Þegar búið er að ákveða hvern skal ráða er staða viðkomandi umsækjanda uppfærð í „Ráðinn í starfið" eða þá stöðu sem notuð er fyrir ráðningu. Staðan er uppfærð í spjaldinu Umsóknir sem er aðgengilegt í gegnum listana umsóknir og auglýsingasvör.
Valin er sú staða umsóknar sem notuð er fyrir ráðningu, t.d. Ráðinn í starfið, smellt er á Skrá hnappinn og svo á Geyma og loka fyrir færsluna.
Á sama tíma opnast líka ráðningarferlið, sama ferli og farið er í gegnum þegar starfsmaður er ráðinn án þess að fara í gegnum ráðningarkerfið. Ef farið er í gegnum ferlið þá er bætt inn viðbótarupplýsingum sem ekki komu fram í umsóknarferlinu, s.s. Tenging innan fyrirtækis, Stéttarfélag, Lífeyrissjóður o.s.frv.
Ef ferlinu er lokað án þess að fara í gegnum það, og bæta inn viðbótarupplýsingum, þá hafa grunnupplýsingar starfsmannsins samt sem áður vistast úr ráðningahlutanum. Til þess að starfsmaðurinn birtist í starfsmannatré í starfsmannahluta þá þarf að fara í gegnum ferlið Stofna starfsmann í starfsmannahluta Kjarna. Þegar umsækjandi er merktur ráðinn í ráðningahlutanum þá stofnast strax á hann grunnspjaldið Starfsmaður. Það er því ekki byrjað á að slá inn kennitölu starfsmanns þegar farið er í að klára stofnunina í gegnum ferlið Stofna starfsmann heldur er nafn starfsmanns slegið inn í svæðið Finna og svo smellt á enter. Þá birtast þær grunnupplýsingar sem fluttust yfir á starfsmanninn út frá því sem skráð var á umsækjandann. Smellt er á Áfram til þess að fara í gegnum ferlið og viðeigandi viðbótarupplýsingum bætt á starfsmanninn. Athugið að ekki er hægt að viðhalda upplýsingum í spjaldinu Starfsmaður þegar starfsmaðurinn er fundinn svona í gegnum ferlið Stofna starfsmann. Ef bæta þarf inn upplýsingum í það spjald eða breyta upplýsingum þá þarf að opna spjaldið með því að tvísmella á það í starfsmannatrénu.
Ferlið sem lýst er hér að ofan er notað þegar ráðinn er einn og einn umsækjandi í einu en einnig er hægt að ráða og flytja hóp umsækjenda yfir í mannauðshlutann í einni aðgerð. Sjá nánar Flytja umsækjendur.
Þegar ferlinu er lokið sendist tölvupóstur á það netfang sem skráð er í Stillingar > Gildi > NewEmployeeEmail, sem getur t.d. verið netfang launadeildar.
Textinn úr bréfinu er sóttur í bréf sem er útbúið undir Ráðningar > Bréf.
Setja þarf inn stillingu í Stillingar > Gildi > Email.RC.EmailNewEmployee.Template - þar sem númer þess bréf sem á að nota er sett í Gildis reitinn.